Nú er ég reyndar ekki hlutlaus þar sem ég er mikill kattamaður.
Mitt álit er að vandamálið við ketti er einmitt það, að fólk kann ekki að “ala þá upp”. Það er alger þvæla frá A til Ö að kettir séu eitthvað sjálfumglaðari heldur en hundar eða menn, það er þvert á móti. Málið er að félagsbygging katta er svo gjörólík félagsbyggingu manna og hunda (sem eiga mjög margt sameiginlegt félagslega), og þetta lýsir sér í því að kettir almennt eru:
A: Nautheimskir.
B: Frekir.
C: Tillitslausir.
Það er hinsvegar ekki vegna þess að það sé eðli katta. Það er vegna þess að menn kunna ekki að tjá sig við ketti, og það er alveg eðlilegt, vegna þess einmitt að félagsbygging tegundanna er mjög ólík. Að tjá sig við kött er ekki erfitt, það er bara allt öðruvísi heldur en að tjá sig við hund eða mann. Þetta er það sem aðgreinir “kattafólk” og “hundafólk”, einfaldlega að kattafólkið kann að tjá sig við ketti og skilja þá. Það er það sama við kynþætti mannsins… þeir einu sem hata svertingja eða Asíubúa eru þeir sem skilja hvorki upp né niður í þeim. Það er til orð yfir það, og það er “fordómar”.
Að gelda ketti leysir engin vandamál, en það er líka ekkert vandamál að gelda þá og síður en svo skerðing á þeirra lífsgæðum eins og margir halda. Nákvæmlega hver önnur og einasta popp-kenning sem ég hef heyrt um geldingar á köttum, hafa reynst rangar. Þeir fara EKKI meira úr hárum við að vera ógeldir, þeir verða EKKI neitt latari við það, og þeir hafa EKKI minni áhuga á læðum þegar þeir eru geldir. Þeir stunda kynlíf líka, andstætt því sem margir halda og hegðunarmynstur þeirra breytist nákvæmlega ekki neitt við geldingu, hvorki til betri né verri vegar. Eini munurinn er að þeir geta ekki barnað læður.
Því lýsi ég yfir hlutleysi við þessi lög. Ég sé ekkert að því að læður eignist sand af kettlingum, en ég sé heldur ekkert að því að þær eignist þá ekki.
Það sem ég vil hinsvegar vara við, er smáborgaraháttur. Fullt af fólki er illa við ketti “af því bara” (og mér er illa við hunda, basically “af því bara”), en það réttlætir ekki útrýmingu þeirra að vera einfaldlega illa við þá.
Ennfremur er hundafólk mjög öfundsjúkt út í kattaeigendur og finnst að það eigi að gilda sömu lög um hunda og ketti… en það er bara öfundsýki, það eru margar mjög praktískar ástæður fyrir lögum um hunda, en kettir ERU FYRIRFERÐAMINNI! Það má vel segja að hundar séu gáfaðari og skemmtilegri, en þeir eru samt fyrirferðameiri, og að halda annað er ekkert annað en sjálfsblekking á hæsta stigi. Það er náttúrunni að kenna, ekki kattaeigendum, og það er óþarfi að refsa kattaeigendum fyrir það eitt að það bara vill svo til að hundar séu fyrirferðameiri, hvort sem er í heimahúsum eða á götum úti. Það eitt að hundar séu almennt stærri og sterkari, gerir þá hættulegri en ketti úti, hvort sem hundaeigendum líkar betur eða verr.
Ég sé ekkert að þessum lögum samt… reyndar hélt ég að þessi lög væru þegar í gildi. :) Þetta katta-“vandamál” er að mínu mati lítið annað en smáborgaraháttur, móðursýki, barnaleg öfund, fordómar og stórtækar ýkjur á vandamálum sem væri ekkert mál að leysa ef fólk hefði snefils áhuga á því.
T.d. þarf ekki iðnaðarbyltingu til að fólk drullist til að setja lok á sandkassa, engin lög munu passa að almenn óhreinindi og viðbjóður lendi í opnum sandkössum. Jafnvel þó að köttum væri útrýmt með öllu, væri alveg jafn mikil ástæða til að setja lok á þá hvort sem væri, en ofsóknaróðir foreldrar eru mjög gjarnir á að mála skrattann á vegginn þegar það kemur að börnunum þeirra.
Allt í lagi með þessar reglur. :) En ég vara við því að menn fari í eitthvað heilagt stríð við ketti almennt, það hefur ekkert upp á sig.