Stórir kettir Ég hef verið að lesa mér til um stóra ketti í bók sem ég á og mið langaði að deila þeirri vitneskju með kattar-áhugamönnum hér á huga.


Ljón:

* Ljónið er eina félagslega kattartegundin en þau lifa í fjölskylduhópum, hjörðum.

* Fullorðin karlljón eru frábrugðin öðrun köttum að því leiti að það er með síðan og þykkan makka sem ver hugsanlega hálsa þeirra í bardögum.

* Ljón sem læðast í háu grasi ræðst ekki á bráð sína nema það stökkvi á nákvæmlega réttu andartaki.

* Augu ljónsins snúa bæði fram en nokkurt bil er á milli þeirra, við það skarast sjónsvið þeirra verulega. Þetta gerir köttum kleift að meta stöðu bráðar mjög nákvæmlega.

* Enginn köttur er háværari en öskrandi ljón. Öll ljón í grenndinni heyra öskrið. Ljón öskra efitr sólsetur, að lokinni veiði og þegar þau eru mett. LLjón gefa frá sér að minnsta kosti níu mismunansi hljóð, aik þess sem þau rymja þegar þau koma saman.

* Salómon konungur Ísraels dáðist af ljónum því þau drápu aðeins af nauðsyn. Samkvæmt lögum taldist dauði manns ekki staðfestur þótt hann félli í ljónagryfju.

* Ef veiðarnar ganga illa um langan tíma hjá ljóni verður það að láta sér nægja að gera sér að góðu smákvikindi eins og skjaldböku. Venjulega veiða ljón stór dýr eins og antílópur eða gíraffa.

* Ljón sem vegur 150 til 250 kíló getur drepið meira en tvöfalt þyngri buffal.

* Læða villts stórkattar gýtur að meðaltali fimm sinnum á meðalæfi sem eru tólf ár.


Síta:

* Sítan er einnig þekkt sem Blettatígur svo það er hægt að segja að hún sé hraðskreiðsta landdýrið.

* Sítan hefur engin hlífðarslíður til að draga klærnar í.

* Áður héldu menn því fram að Síta væri í ætt við hunda en nú telja dýrafræðingar að púman sé nánasti ættingji hennar.

* Sítan eu með vel þroskaðar afturklær sem skaga aftur úr framfótunum. Með þeim fell þær bráðina áður en þær kæfa hana með biti á barka eða snoppu.

* Konungssítan er með síðari og dekkri feld og dílarnir á bakinu renna saman í rendur. Hún var forðum talin öðrum Sítum og Blettatígrum æðri en nú er ljóst að hún er aðeins afbrigði af Sítu.

* Leggirnir eru langir og grannir svo Sítan kemst nokkra metra í stökki.

* Sítan getur komist úr hægagangi upp í 70 km. hraða á aðeins örfáum sekúndum.

* Sítumamma kennir húnunum að drepa dýr með því að fella það fyrst og leyfa svo húnunum að drepa það.

Tígrisdýr:

* Tígrisdýrið er stærsti stórkötturinn. Meðalstór fullvaxinn tígur verður meira en tveggja metra langur og vegur 230 kg.

* T'igrisdýrið hegur mjög hrjúfa, skærbleika tungu. Tunga kattardýrs er þakin nöbbum sem dýrið beitir , ásamt tönnunum, við að skrapa kjöt af beinum, Aftast á tungunni og meðfram jöðrum hennar eru braðlaukar. Kettir finna ekki sætt bragð en þeir skynja sérstakt bragð af vatni.

* Tígurinn lyfir hausnum og fitjar upp á trýnið til að bragða á loftinu með sérhæfðum ilmskynfærinu i gómnum og finnur með því ilminn af öðrum tígrum sem fara hjá. Þetta er kallað að fýla grön og sést einnig hjá högnum þegar þeir leira að læðum sem eru tilbúnar til mökunar.

* Feldur tígurs er fullkominn felubúiningur dýrs sem læðist um í háu grasi. Rengurnar gera dýrið sem næst ásýnilegt þar sem það situr fyrir bráð sinni. Þær hylja dýrið lika vel í laufbotni regnskógar þar sem leikur ljóss og skugga varpa rákum.

* Tígrisdýr lifa mörg í heitu loftslagi svo sem á INdlansi og í SuðAustur-Asíu. Fyrir þeim er sundið ekki aðeins aðferð til að komast á milli staða heldur njóta þau þess að kæla sig í svölu vatninu.

Hlébarði:

* Hlébarðar hafast talsvert í þrjám og klifra fimlega. Þeir hafa öfluga bringuvöðva og framlimi. Staða og lögun herðarblaðanna aðveldar þeim klifrið.

* Á bak við sjónhimnuna í augum hlébarða er lag, glærvoðin, sem endurkastar ljósi. Þetta eykur ljósnæmni augnanna í dimmu. Þegar ljós fellur í augun í myrkri lýsa þessir endurkastsfletir.

* Þegar hlébarði drekkur, myndar hann í tungubroddinn dæld sem l íkist skeiðarblaði, lepur vatn nokkrum sinnum með tungunni og kyngir því í einum sopa. Auk þess notar hann tunguna til að bragða á fæðu, skafa kjöt af beinum og snyrta feldinn.

* Stundum rennablettirnir á hlébarða saman og verður hann þá svartur. Þegar það gerist er kötturinn einnig kallaður Púma en er í rauninni bara svartur hlébarði.

* Þegar tvíeggja hlébarða-tvíburar fæðast getur annar þeirra orðið svartur (Púma) en hinn venjulegur.(Hlébarði)

* Hlébarðar sofa venjulega uppi í tré á daginn, einkum þegar hitinn er sem hæstur. Dílóttur feldurinn er afbragðs felugerfi í flikóttum skiptum ljóss og skugga í skóginum enda er mjög erftitt að koma auga á hlébarða í hvíld.

* Hlébarðar eru einfarar. Einu samskipti fullorðinna dýra eru þegar lða gefur högna til kynna að hún sé fús til að maka sig. Að mökun lokni skilja leiðir. Móðirin annast ungana þar til þeir geta séð um sig sjálfir.


Snæhlébarði:

* Snæhlébarðinn er einna fágætastur af stóru köttunum. Hann lifir aðeins í Himalaja- og Altaifjöllunum í MiðöAsíu þar sem hann er að finna í allt að 6000 metra hæð, en enginn villtur köttur lifir hærra en það. Snæhlébarðar veiða villigeitur, héra og múrmeldýr. Þeir eru rúmlega meter á lengd og rófan næstum eins löng. Þeir vefja kafloðinni rófunni um sig þegar þeir sofa til þess að halda á sér hita.


* Snæhlébarðar eru önnur tegund en eiginlegir hlébarða. Þessir fágæti kettir þurfa afar þykkan feld til að halda á sér hita í fjöllunum í
Mið-Asíu.Rófan er mjög lönd og þeir nota hana til að stýra sér þegar þeir stökkva á milli kletta á heimkynnum sínum.

* Snæhlébarða-mömmur annast uppeldi unganna einar. Þeir gera orðið allt að fimm og eru með móður sinni í ár eða lengur. Þótt snæhlébarðar lifi einir kunna þeir vel við að vita af öðrum fulltrúum regundarinnar í næsta nágreni og leyfa þeim að fara yfir óðal sitt.

* Ungir snæhlébarðar hafa hvítan fel með svörtum dílum. Þeir fæðast allir á vorin en opna augun ekki fyrr en vikugamlir. Þegar þeir eru þriggja mánaða fara þeir að elta móður sína en þegar veturinn gengur í garð eru þeir svo til fullvaxnir.

Jagúar:

* Menn villast stundum á jagúar og hlébarða en jagúarinn er þrekvaxnari og ekki eins liðugur. Þessi stórköttur lifir víða í Suður-Ameríku í skóglendi þar sem hann þarf kraft til að klifra fremur en spretthörku.

* Jagúar eru flugsyndir og sækja því talverðan feng í vatn svo sem fisk og vatnaskjaldbökur. Á landi veriða þeir meðal annars beltisdýr, hirti, pokarottur, þefdýr, slöngur, íkorna, skjaldbökur og apa.

* Þótt finna mega jagúara á gresjum og þurrsteppum þrífast þeir best í þérrum skógum í Mið- og Suður-Ameríku. Stærstu jagúar verða 2,4 m langir og 120 kg. og eru þar með þriðju stærstu kettir (Á eftir tígrisdýrum og ljónum)
just sayin'