Já ég hleypti kettinum mínum inn áðan, hann lét mjög skringilega mjálmaði og mjálmaði þangað til að ég klappaði honum á kollinum þá tók ég eftir því að það var einhver vökvi undir höfuðleðrinu ég ákvað að hringja í mömmu og láta hana skutla mér með köttinn á spítala og þar þuklaði læknirinn aðeins á hausnum á kettinum og sagði mér að hann hefði fengið högg á hausinn.
Við létum taka x-ray af honum til öryggis þannig að það væri ekki eitthvað brotið, meðan myndin var að framkallast þá var ég inni í herbergi að klóra kettinum undir hálsinum þá heyrði ég þessa hrikalegu línu “Hann hefur verið skotinn!” og brá þvílíkt.
Ég fékk að sjá myndina og mér sýndist þetta vera hagl sem var fast í vinstri kjálkanum á honum. En þetta tengdist ekkert þessu höfuðhöggi hans.
Þetta hafði gerst hérna uppi í breiðholti fyrir ca 2 árum þar sem ég á heima. Það er víst einhver hérna í breiðholtinu með haglabyssu sem er að skjóta á ketti, kötturinn var með sár á hálsinum á þessum tíma en þetta var bara smá rispa.
En það er allt í lagi með köttinn minn, hann liggur í sófanum að hvíla sig.
Ég skil þetta ekki.. hver fer að skjóta ketti og afhverju í fjandanum ?