Meðalþyngd húskattar er á milli 2,7 og 4,5 kg, þótt að meðal óhreinræktaðra katta getur það farið upp í 12,7 kg. Meðallengd er 70 cm hjá fressum og 50 cm hjá læðum. Af því að kötturinn er kjötæta er hann með einfaldan meltingarveg , smáþarmarnir er aðeins um þrisvar sinnum lengri en kötturinn sjálfur.
Skinn kattarins, samsett af innra og ytra lagi húðar, endarnýjar sig og verst sýkingu fljótt. Smáir vöðvar, fastir við hársekkinn, gera kettinum kleift að reisa hárin upp. Þess vegna, þótt kötturinn sé smár, getur hann hrætt burtu óvini með því að setja kryppu á bakið, reisa hárin og hvæsa.
Samhæfing og vöðvabygging:
Kettir eru meðal þeirra dýra sem eru færastar sem kjötætur. Heilinn þeirra er stór og vel þróaður. Kettir ganga alltaf á tánum, ólíkt hundunum og hestunum, gengur eða hleypur kötturinn þannig að hann hreyfir fyrst fremri og aftari löpp á annarri hliðinni og svo fremri og aftari á hinni; bara kameldýr og gíraffar hreyfa sig líkt því. Líkami kattarins er mjög sveigjanlegur. Útaf því að hryggjarliðirnir hjá mænunni eru haldnir saman af vöðvum í staðinn fyrir liðamótum, eins og hjá mönnum, getur kötturinn dregið saman eða teygt í sundur bakið á sér, gert sveigju upp, eða sveiflað því meðfram hryggjarsúlunni. Bygging axlaliðamótanna gerir kettinum kleift að snúa framlöppunum sínum í næstum hvað átt sem er. Kettir eru sterklega byggð dýr og eru svo vel samhæfðir að þeir geta næstum alltaf lent á fótunum ef þeir detta eða þeir eru misstir.
Tennur:
Tennur kattarins eru aðlagaðar að þremur hlutum: Stinga (vígtennur), festa sig (vígtennur) og skera (jaxlar). Kettir hafa engar flatar tennur svo þeir geta ekki tuggið, í staðinn skera þeir matinn. Fyrir utan vígtennurnar og jaxlana eru tennur katta meira eða minna ónothæfar, flestar kinn tennurnar mætast ekki einu sinni þegar munnurinn er lokaður. Formúlan fyrir tennur katta er eins báðum megin, hún er; nagtennur: 3/3, vígtennur: 1/1, framjaxlar 3/2 og jaxlar 1/1. Heildartala tanna er 16 í efra hluta kjálka og 14 í neðri. Fyrstu tennur eða “mjólkurtennur” eru 24, það koma nýjar í staðinn þegar kettlingurinn er u.þ.b. 5 mánaða. Hvor helmingur kjálkans er festur við hauskúpuna með þverlægu kefli sem passar naumlega í lægð á undirhlið hauskúpunnar, það gerir núnings hreyfingar ómögulegar jafnvel ef kötturinn væri með tennur sem væri hægt að núa saman.
Klær:
Kettir hafa merkileg hæfni til að draga inn klærnar þegar þær eru ekki í notkun. Klærnar eru dregnar inn eða settar út með því að velta endabeini tánna, sem er fest við klóna, yfir endann á næsta beini. Þetta glennir líka í sundur tærnar þannig að fóturinn verður tvisvar sinnum breiðari en venjulega og breytir honum því í sannarlega hæft vopn. Þessi kló-útsetjandi tækni er í öllum tegundum katta nema Hlébarðanum. Þó svo að engir taugaendar séu í nöglinni sjálfri eru háræðar í innri hluta þeirra.
Skynfæri:
Kettir eru yfirleitt á ferli að næturlagi. Sjónhimnan í auga kattarins er mjög næm fyrir ljósi útaf “guanine” (fann ekki þýðingu, væri þakklát fyrir ábendingar) sem lætur augun skína að nóttu til í sterku ljósi. Augun sjálf, stór með augasteinum sem stækka eða minnka í litla rönd eftir styrkleika ljóss, sýna ekki mikinn mun á litum. Kettir hafa þriðja augnlok, eða “nictitating” (sama hér, fann ekki þýðingu) himnu, vanalega kölluð “the haw”. Útlit þess er notað sem vísir um almenna heilsu kattarins.
Lyktarskyn kattarins, sem er sérstaklega vel þróað í eldri köttum, er nauðsynlegt til að kötturinn geti aflað sér matar og borðað, köttur sem hefur stíflað nef vegna veikinda mun líklega missa alla matarlyst. Kettir geta greint lykt af hlutum með köfnunarefni (nitrogen) t.d. fiski mjög vel.
Kettir hafa einnig mjög skarpt snertingarskyn. Augabrúnirnar, veiðihárin, kinnhárin og fíngerðir brúskar af hári á eyrunum eru öll afar næm fyrir víbrandi örvunum. Verkun veiðiháranna er aðeins að hluta til þekkt; hins vegar er vitað að ef maður klippir veiðihár af ketti er hann tímabundið óhæfur. Tærnar, loppur og einnig nefbroddurinn, eru líka mjög næm fyrir snertingu.
Kettir hafa líka mjög skarpa heyrn. Eyrun þeirra hafa næstum þrjátíu vöðva í eyrunum (miðað við sex hjá mönnum) þess vegna geta þeir hreyft eyrun miklu hraðar í áttina að hljóði en hundur. Eyru katta, þó svo að þau geta heyrt hátíðnihljóð upp í allt að 25.000 titringar á sekúndu, eru þau aðeins verri en hunda, sem geta heyrt upp í 35.000 titringa á sekúndu.
Just ask yourself: WWCD!