Kisu reynslu saga Mig langaði bara að seigja frá læðuni minni henni Snúllu sem er nú látinn.

Ég fékk Snúð og Snúllu í byrjun September árið 2000. Snúlla var aðeins eldri en hann Snúður og þess vegna sá hún um að passa uppá hann. Snúður var tekinn full snemma frá mömmu sinni þanning hann var ekki alveg viss hverning ætti að þrífa sig og svona en hún Snúlla sá algerlega um það. Snúlla var svona frekar forvitinn kisa alltaf að rannsaka blómavasa og blómin sem endaði oftast í gólfinu. Í byrjun áttu Kisurnar að vera innikettir, það gekk vel að venja Snúð á það en hún Snúlla lét sko ekki stjórna sér. Forvitni henni leiddi hana í að skoða gluggana betur og reyna að troða sér út, á endanum vildi Snúður líka prófa en hann var svo lítill að hann gat ekki hoppa upp í gluggana svo hann lét sér nægja að mjálma til Snúllu á gólfinu.
Þegar hann var orðin stærri gékk honum betur og fóru þau bæði regulega út að vakta svæðið. Snúlla sá aðalega um að reka all aðra ketti úr garðinum með hörku á meðan Snúður hljóp inn með hárin út í loftið. Var samt rosaleg hetja þegar hann var inni í örygginu hvæsandi eins of ljón. Svona var þetta alltaf Snúlla réði öllu, gerði allt fyrst svo Snúður. Hún tuskaði hann til ef hann var með stæla. Snúlla var samnt alveg rosalega stoltur köttur. Hundsaði alla og var bara útaf fyrir sig. ekki mannafæla en ekki kelin heldur.
Snúlla var flogaveik, fékk sitt fyrsta flogakast við geldinguna var á lyfjum eftir það.

Svo eftir tvö ár um Ágúst 2002 fór hún út einn morgunnin og kom ekki aftur. Við byrjuðum að leita af henni eftir 2 daga en ekkert gékk. Við skrifuðum í blaðið og heingdum up myndir í sjoppum í hverfinu leituðum í bílskúrin hjá nágrönnum með þeira leyfi en ekkert gékk. I september og byrjum Október fór verulega að kólna við vorum löngu búin að telja hana látna. Við vorum viss um að hún myndi ekki lifa svona rosalegt næturfrost og kulda. Við söknuðum hennar alveg gríðalega. Svo Í kringum miðjan Nóvember hringdi síminn og konan í símanum spurði hvort ég ætti Kött sem hét Snúlla. Hjartað í mér tók kipp við að heyra að þetta var frá Víðidal og maður hafi komið með kisu til hennar sama dag. Læknirinn sagði mér að Snúlla væri verulega illa haldinn öll stíf. Ég sagðir henni strax að hún var flogaveik. Læknirinn taldi hana hafa tekið inn eitur einhverstaðar vegna þess að hún var froðufellandi búin að gera þarfir sínar út um sig alla.

Ég fór strax á spítalan til að sjá hana, Þega ég kom þangað brast ég í grát að sjá útganginn á henni. Hún var blaut og köld, Ranghvolfdi augunum svo það sást bara í hvituna froðufellandi og algerlega máttlaus og öll út í saur. Læknirinn taldi hana vera lamaða frá mið maga og niður. Ég neitaðir að trúa því og bannaði henni að lóga hana.. ég heimtaði að fá að þrífa hana pínu og vildi að hún reyndi að næra hana.

Næsta dag kom ég aftur til að sjá hana og enn og aftur sagði læknirinn að hún væri lömuð og sýndi engin viðbrögð í afturlöppunum og réði ekki við hægðir. Í þetta skiptið tók ég hana upp úr búrinu og faðmaði hana létt, mér til undrunar fann ég hana spyrna í magan á mér með þessum lömuðu löppum og þá vissi ég að ég gæti ekki treyst þessum dýralækni.

Ég kom á hverjum degi að æfa hana í að labba aftur og það gékk mjög vel. eftir u.þ.b. 14 daga var hún orðin góð og ég gat tekið hana heim en samt var hún en að ranghvolfa augunum. Þegar heim var komið setti ég hana í bað vegna þess að hún lyktaði að saur og var mjög skítug. Snúlla malaði og malaði í fanginu á mér greinilega mjög glöð að sjá kunnulegt umhverfi.

En nokkrum dögum eftir að hún kom heim og var orðin kassavön aftur og nokkuð hress fékk hún alveg gríðalegt flogakast. Lá stif með opin augun og froðufeldi. Flogakastið stóð yfir none stop í nokkra daga. við þurftum að sétja sérstakt gel í augun svo þau myndi ekki þorna upp og sprauta vatni í munninn á henni. Þegar Nokkrir dagar voru liðnir og hún lá enþá stíf töluðum við um að lóga henni vegna þess að við vissum að þetta hlaut að vera að kvelja hana. En daginn eftir rankaði hún við sér. Það tók nokkra daga fyrir hana að jafna sig.

En eftir þetta slys var hún mjög einföld hálf þroskaheft hún hafi ekkert jafnvægisskyn og bara mjög skrítin en gjörsamlega annar köttur. Hún varð kelnari en allt alltaf að veiða laufblöð og færði okkur í gjöf.

Hún var oðrin mjög góð og lífsglöð þá týndist hún aftur en bara í 4 daga þanning það var ekki svo slæmt. Nokkrum mánuðum eftir slysið og flogakastið, eftir að hafa barist fyir lífinu í margar vikur var keyrt á hana í götuni minni. Jeppi sem ók meira enn 30km sem er Hámark í minni götu keyrði hana og hún dó samstundis það blæddi úr augunum og munninum og þetta var svo hræðilega sorglegt, eftir allt sem hún var búin að lenda í áður og lifað þá gerist þetta. Ég var svo sár út í ökumanninn að hafa keyrt svona hratt að ég sagðir við hann að hann skal teljast heppinn að þetta var bara köttur en ekki barn. Það er nú Grunnskóli rétt fyrir ofan og ´krakkarnir stytta sér leið í gégnum götuna mína.

Þetta var reynslu saga frá henni Snúllu minni. ég sakna hennar alveg gríðalega. Hún var svo góð kisa. og núna þarf ég að losna við hann Snúð minn sem gerir mig enþá sárari.

Takk fyrir að lesa þessa grein.

Jóhanna