Okei fyrst fengum við einn lítinn fress……Hann var bara 5 vikna þegar við fengum hann og var við það að deyja greyið, borðaði ekkert en frænku minni tókst að bjarga honum.Hann var svartur og hvítur og stór beinabygging.Og fékk hann nafnið Patti.
Hann var rosalega kelinn en samt mikið fyrir það að elta lappir á fólki.
Hann stækkaði á stuttum tíma alveg rosalega.
Svo tókst litlu frænku minni að finna lítinn kettling sem skilinn hafði verið eftir.
Hún mátti ekki taka við honum og kom með hann til okkar.
Patti vildi alls ekki sjá hann…..vildi ekki hafa hann á heimilinu(að öllum líkindum vegna þess hve líkir þeir voru)
Við fundum heimili fyrir hann hjá fólki sem við könnuðumst við.Hann fékk nafnið Max og fékk nákvæmlega sömu beinabygginguna og Patti og sama andlitsfall….eða þið vitið ;)
Hann er svartur og svona brúnblettóttur :)
Hann lifir enn í dag og er víst æðislegur köttur :P
Svo fórum við í heimsókn til vinafólks okkar sem áttu læðu sem er nú látin.
Hún hafði nýlega eignast 2 kettlinga.
Og ég alveg féll fyrir öðrum þeirra og suðaði og suðaði í mömmu þar til ég fékk að eiga hann.
Hann var hvítur og með svona grábröndóttum blettum á.
Ífyrstu héldum við að þetta væri læða og fékk hann nafnið Skotta, en svo kom í ljós að þetta var fress.
Tók svoldinn tíma að finna nafn en loks fundum við rétta nafnið……Skuggi.
Fólk skyldi ekkert í því afhverju hann hér Skuggi, því oftast eru svört dýr sem fá það nafn.
Útskýringin var sú að hann eltist við alla skugga….og það var ekki bara kettlinga leikur í honum því hann gerði það alltaf :)
Svo var þeim lóað……ég grét og grét því þetta var frekar óvenjulegar kisur…..báðir frá Grindavík :)
Ég sakna þeirra voðalega mikið.
Patti kom alltaf inní herbergi til mín á morgnanna þegar mamma var búin að opna inn og segja mér að fara á fætur, þá kom hann og kúrði hjá mér í smástund :)
Og Skuggi kom alltaf þegar maður sat í sófanum að horfa á video og lagðist hjá manni og lét mann klappa sér og hann sleikti alltaf á manni handabakið :)
Þeir voru æðsilegir og maður gleymir þeim aldrei
“ég man eftir öllum sem fara” - Lilo
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"