Dómarar á sýningunum verða:
Kurth Wahlberg frá Svíþjóð, dæmir tegundaflokka I og II, Bohumir Mahelka frá Tékklandi, dæmir allar tegundir og Kvetoslava Mahelková frá Tékklandi, dæmir allar tegundir.
Þess má geta að Kurth Walberg var fyrsti dómarainn sem kom og dæmdi á sýningu Kynjakatta og er ánægjulegt að hann skuli koma aftur nú nær 15 árum síðar.
Við vonumst til að sjá sem flesta með ketti á sýningunum. Eins og alltaf er aðstoð sjálfboðaliða vel þegin við undirbúning sýninganna og á sýningunum sjálfum. Ef þú hefur áhuga á að starfa með félaginu, endilega hafðu samband með tölvupósti á netfangið kynjakettir@kynjakettir.is eða hringdu í síma 895 4007.
Skráningarfrestur fyrir sýningarnar 9. og 10. október hefur verið framlengdur til 15.september.
Vinsamlega látið alla sem þið þekkið og gætu haft áhuga á að sýna kettina sýna vita.
Skáningar skal senda sem fyrst á netfangið gjaldkeri@kynjakettir.is eða í pósti merktum: Kynjakettir B.t. Margrétar Gísladóttur Brekkustíg 10 101 Reykjavík
Nánari upplýsingar og skáningareyðublaðið er hægt að nálgast á netsíðunni: www.kynjakettir.is
Kveðja,
Stjórn Kynjakatta.
…