ok, þannig fór fyrir honum Lubba mínum:( Hann var búin að vera að heiman í 3 vikur og við fjölskyldan búin að leita að honum á hverjum einasta degi. Við búum utanbæjar þannig að við vorum orðin vonlítil um að finna greyið. Svo í gærmorgun finnst greyið við girðinguna okkar hálf dauður. Ég dreif mig með hann til dýralæknis og var svo móðursjúk að það hálfa væri hellingur! Dýralæknirinn var raunsær, ótegndur þessum ketti, og segir að best væri að svæfa hann. Ég sagði nei, ég hefði átt móður hans, horft á hann fæðast og teldi hann vera litla barnið í fjölskyldunni. Læknirinn myndaði Lubba, vigtaði hann og skoðaði hann almennilega og niðurstaðan var þessi:
Hann var 1 og 1/2 kg of léttur
vannærður og vökvaskortur hrikalegur
hann hefði líklegast lent undir einhverju og verið fastur í einhverja daga, því vinstri framlöppin var brotin í olnboga og taugin slitinn. Hann væri s.s. lamaður fyrir neðan olnboga. Beinið hefði færst til og farið á upphandleggs beinið og þar væri komin kalkmyndun og beinið byrjað að gróa þar. Hann væri líklegast búin að vera brotin í 2vikur og væri búin að labba töluvert á brotinni löpp. Hann væri samt lamaður fyrir neðan olnboga og gékk því á úlnliðnum en ekki loppunni.

Valkostirnir eru því þessir:
Svæfa
Bíða í 2 vikur og leyfa honum að ná betri þyngd og sjá svo til:

Fara með hann í aðgerð eftir 2 vikur og taka þá löppina af rétt fyrir ofan olnboga eða við öxl.
Eða reyna að byggja upp löppina aftur.

Hann Lifði af fyrstu nóttina og er búin að vera mjög duglegur að borða og læknirinn gat gefið honum vökva undir húðina. Ef hann hefur af þessa nótt, þá ætti hann að lifa af.
En nú stend ég frammí fyrir að taka þessu erfiðu áhvörðun. Þessi ræfill er búin að hafa vilja til að komast heim til okkar svona ílla farinn, þá finnst mér hann eiga það skilið að við reynum…

Ég veit samt ekki hvað er best í stöðunni. Er ég að gera honum grikk með því að fara að láta taka löppina af honum eða lengja gott líf, sem hann hefur átt? Hann er ekki nema 9 mánaða og er besti vinur dóttur minnar sem er að verða 5 ára.
Læknirinn sem myndi eflaust gera aðgerðina heitir Þorvaldur og er víst besti dýralæknirinn á sviði aðgerða. Það kemur samt í ljós á morgun. Peningalega séð er þetta hrikalegt en ég met hans líf jafnmikið og öðrum í fjölskyldunni.

Er ég gersamlega búin að missa vitið eða er ég raunsæ?? Er ég eigingjörn eða umhyggjusöm. Ég elska þennan gersema og vil bara það besta.
Ég bý í raðhúsi með góðum lokuðum garði, engir stigar og bróðir hans býr í næsta húsi og besti vinur hans hinum megin við okkur! Hann hefur svæft stelpuna mína í marga mánuði og hann sefur alltaf í Baby born kerrunni hennar. Ef hún er í mömmó þá er hann mættur til þess að láta klæða sig í. HJÁLP….!!!

Ein ráðalaus:(*snöktsnökt*