Litla sæta kisa mín fer svo rosalega mikið úr hárum ég greiði henni a.m.k. 2 á dag og alltaf er greiðan jafn full. Ég er búin að panta nýja greiðu handa henni svona real kattargreiðu og hún er ekki komin og í leiðinni keypti ég fóður handa henni en ef þetta virkar ekki þá þarf að lóa henni :( og það vil ég alls ekki. ÉG er búin að reyna allt en það er gjörsamlega allt í kattarhárum. Ég hringdi líka í kattarbúð og þau sögðu að þetta gæti verið stress en hún lítur sko ekki út fyrir að vera stressuð greyið hún kemur til mín og er að leika og allt það. En hún lenti reyndar í bílslysi þar sem var keyrt á hana og mig minnir að hún hafi höfuðkúpubrotnað þá en ég fékk hana á Kattholti en hún sýnir engin einkenni þess að hafa lent í bílsslysi nema að hún er hrædd ef maður labbar á móti henni en ég held að það sé útaf því að við erum með kanínu og kanínan nýtur þess að hlaupa á eftir Kisu og stríða henni því að kanínan er auðvita húsbóninn á heimilinu.
En vitið þið um eitthver ráð svo hún fari ekki svona rosalega úr hárum??