Já kettir geta verið óþolandi stundum. (sagt í góðu samt)
Málið er með minn kött, hann er búinn að taka upp alveg nýjan sið á heimilinu sem er vægast sagt leiðinlegur.
Þannig er að hann er útiköttur með ól og bjöllu en hann fær aldrei að vera úti á nóttunni. Glugganum alltaf lokað þegar að við förum að sofa, og þannig hefur það gengið í hálft ár. (Eða síðan hann fékk að vera laus úti).
Núna mjálmar hann hástöfum kl ca 5-5:30 á morgnana!
Ég þarf venjulega að vakna ca 6:30 og það er óþolandi þegar maður er vakin klukkutíma áður en maður á að vakna!
Svo núna síðast í nótt (á frídegi) mjálmar hann klukkan 4:30 yfir því að hann vilji fara út, hver heldur hann eiginlega að hann sé?
Það er ekkert að honum nema að hann vill fara út að leika, heyrir sjálfsagt í fuglunum…..
Nóg af mat,vatni og tandurhreinn sandur hjá honum!
Mín aðferð við að láta hann hætta þessu er þessi:
Um leið og hann mjálmar þá fer ég með hann inná bað og loka, ég skamma hann ekkert eða neitt og tala ekkert við hann heldur bara loka hann inná baði og slekk ljósið.
Svo um kl 8:30 þegar ég vaknaði hleypti ég honum fram og beint út.
Ég er búin að gera þetta í nokkur skipti en hann ætlar aldrei að læra. Ég var að vona að hann myndi hætta þessu því að honum finnst ekki gaman að hanga einum inni á baði en neiii… ekki hættur enn.
Ég hef EKKI hleypt honum út þegar hann mjálmar á nóttunni því að þá myndi hann sko gera það á hverri nóttu, (hann gerir þetta ekki alveg alltaf).
Hvað segið þið, eigið þið góð ráð fyrir mig? Lendið þið í þessu líka eða er ég bara ein um þetta ? =)
kv.lakkris