Bæði Inni- og útikettir þurfaklórubretti. Það hindrar að kötturinn brýni klærnar á sér í húsgögnin ykkar og skemmi þau. Klórubretti eru alls ekki dýr og einnig er hægt að smíða þau bara sjálfur.
Til eru margar tegundir af klórubrettum. Klórubretti á hæðum, klórubretti sem hægt erað hengja á vegg.. Svo má endalaust telja.
Oft hjálpar að hengja dót á klórubrettið til að koma kisu á lag með að klóra í það. Einnig ef kötturinn er farin að klóra mikið í hluti sem hann á ekki að klóra í, þá skaltu alltaf þegar þú sérð hann klóra taka loppurnar af húsgagninu og taka köttin varlega upp (ekki á loppunum auðvitað, heldur halda undir afturendan og svona)og fara með hann að brettinu og setja loppurnar ástaðin þar sem hann má klóra í.. Oft getur þurft að endurtaka þetta alveg “billjón” sinnum.. en þetta á að virka