Það er alveg ótrúlegt hvað fólki dettur í hug eða hvað fólk hugsar lítið út í afleiðingar gjörða sinna.
Þannig er að vinafólk mitt á læðu sem er um árs gömul.
Þannig er að annað þeirra vinnur bara hálfann daginn og þau heypa læðunni sinni bara út þegar þau eru heima og alltaf eftir svona 2-6 tíma hringir fólk sem býr í nágrenni við þau og segist vera með köttinn þeirra og að þau verði að taka ábyrgð á kettinum sínum sem og þau gera.
Nú þau fara og ná í köttinn og þegar að heim er komið vill kötturinn ekkert borða því fólkið er búið að troða í köttinn sem að má alls ekki gera því þá fer kötturinn að venja komur sínar þangað og fer jafnvel að strjúka af heiman.
Það er alveg ótrúlegt að fólk skuli ekki sjá að það er að skemma fyrir eigendunum því kötturinn verður að geta ratað heim án þess að fólk sé að rugla hann í ríminu með því að gefa honum mat og halda honum um tíma. Það á bara að láta þá eiga sig sérstaklega þegar þeir eru hreinir og vel aldir kettir sem að eru bara að sniglast um.
Ég veit ekki betur en að þegar að ég átti minn kött þá fór hann út um kvöldmataleitið og kom ekki aftur heim fyrr en um 6 á morgnana og stundum ekki fyrr en klukkan 8 þá mætti maður honum á leiðinni í skólann. En því miður var það eitt kvöldið að brjálaður maður keyrði yfir hann og það á ekki neitt smá ferð og það versta var að við krakkarnir urðum vitni að því.
Sama er með köttinn sem að maðurinn minn átti sá köttur þvældist um alla nóttina og kom svo moldugur heim og vakti systur hans kl 5 um nóttina til að fá soðinn fisk.
Það er bara í eðli katta að þvælast um. Til dæmist veit ég um kött sem að sást ekki í viku og allir voru svo hræddir um hann og voru eigendurnir búnir að keyra um alla reykjavík nánast og það var búið að setja upp þvílíkt mikið af auglysingum og ekkert gekk en einn daginn bara birtist hann eins og ekkert hefði í skorist.
Ég spyr hvað er hægt að gera í svona stöðu þegar fólk er að rugla ketti?
Ég veit bara að vinafólk mitt er orðið ansi þreytt á því að vera vakið um 12 á kvöldin til að ná í köttinn.
Hafið þið lent í svona og hvað hafið þið þá sagt við fólkið sem að tekur kettina inn til sín?
Takk fyrir
Krusindull