Þetta er um köttinn minn hann Nikka sem er bróðir Trotskys sem flestir sem lesa þessa grein ættu að vita um :D (sama móðir örruglega ekki sami pabbi þó liturinn sé eins)
Nikki hefur þannig persónuleika um eftirfarandi hluti…
Matarlyst:
Étur hvað sem er svo lengi sem að Trotsky á það! Hann ýtir honum frá matnum hans og tekur hann svo (því að Trotsky virðist alltaf njóta matarins meira)Þess vegna er Trotsky horaður, glæsilegur og fágaður köttur meðan að Nikki er feitur og fúll.
Bardagahæfileikar:
Mjög lélegir held ég hafi aldrei séð slag milli hanns og bróður síns þar sem að Trotsky er sá sem er að kvarta yfir sársauka (en þó nýlega er Nikki farin að nota þyngd sína í staðin fyrir að reyna snerpu og gáfur gegn honum og gengur nokkuð betur)
Kelinn:
Ég held nú ekki eða allavega ekki núna þar sem hann gerir svona MMMmmmmuummmm… hljóð sem er afar sérkennilegt að heyra. En þegar hann var lítill gat hann ekki farið frá manni hann skeit jafnvel einu sinni á lærið á pabba :P
Það er svo sem ekkert mikið sérstaktvið hann en ég man þegar hann var nákvæmlega eins og Trotsky við urðun alltaf að renna höndunni eftir skottið á þeim til að vita hver er hvað (skottið hans Nikka brotnaði þegar hann var yngri). Hann kann ekki að njóta lífsins því það virðist vera að hann haldi að allt sem bróðir sinn gerir er einhvern megin betra en það sem hann gerir (ætli það sé þess vegna að hann vilji ekki láta halda á sér lengur eins og Trotsky)
Ég læt mynd fylgja með af honum þegar hann var lítill.