Hæ,
kisan mín er svo til nýkominn heim (ca. 2-3 vikur síðan)af kattahótelinu á Kattholti.
Síðan í síðustu viku hefur hún verið að hnerra mikil ósköp - þó það virðist eitthvað vera að minnka - en hún er frekar orkulaus (jafnvel lystarlítil), mér finnst feldurinn hennar vera aðeins þurrari en áður, og hún virðist stundum eiga í vandræðum í andfærunum - stundum heyrist surgur þegar hún andar eða malar, og svo virðist mér stundum eins og hún eigi erfitt með að kyngja, eða sé að kyngja líklegast einhverju kvefslími eða einhverju ámóta.
Þekkir einhver eitthvað til þessara einkenna eða getur ráðlagt mér í þessum efnum?
Hún er búin að vera svona hátt í vikutíma núna, ég taldi alltaf að þetta væri bara einfalt kvef… Er rétt að bíða og sjá til í nokkra daga og láta þetta jafna sig, eða á ég að fara með hana til dýralæknis undir eins?
Öll hjálp vel þegin!