Eins og einhverjir ættu að vita þá skrifaði ég grein um minn frábæra kött Trotsky. Fyrir umþb viku týndist hann (hann hefur aldrei horfið í meira en einn dag) og kom ekkert aftur….
við hringdum allsstaðar (kattholt, dýraspítalann, lögregluna you name it!) bara til að gá að honum. við fórum og settum auglýsingar í sjoppunum í kring. síuðan þegar við vorum að skoða kattholt.is tókum við eftir að 2 aðrir kettir höfðu horfið á sama tímabili og Trotsky. við bjuggumst strax við að hann værum dáinn (það var nefnilega einhver gaur lappandi um hverfið okkar fyrir einhverjum árum drepandi ketti og setti þá síðan í ruslatunnur) síðan þurfti ég og pabbi að fara norður að vinna…
ekkert hafði enn frést af honum síðan í dag þegar við komum aftur þá voru allir búnir að missa alla von um að hann væri enn á lífi þá fórum við að syrgjast hans og minnast og töluðum um hvað það væri frábært að hann kæmi nú aftur og á sama augnabliki lappar trotsky inn pabbi segir orðrétt “er ég að sjá ofsjónir” og við hlaupum öll til hans og þetta líkur ekkert út eins og trotsky því það vantaði ólina og hann var orðin allur mjór og skítugur svo við kíktum í eyrað á honum til að vera viss og þetta var hann! Þannig að ég vona að fólk gefist ekki bara upp á köttunum sínum bara því þeir hurfu sem snöggvast :D Maður veit aldrei hvenær þeir geta komið aftur :D
vonandi skiljið þið núna afhverju Trotsky er líka svona stórkostlegur! “Trotsky the magnificent!!!”
Vonandi hafið þið nennt að lesa þetta þakka ykkur fyrir tíman vonandi komið þið ekki með eitthvað skítkast.