Varðandi vangaveltur um ‘ lausagöngu ’ katta.
Er að velta einu fyrir mér, t.d. hestar
sem haldnir eru í þéttbýli. Eins og flestir vita er hestum eðlilegt að hlaupa og fara um
mikið svæði en engum dettur í hug að ætlast til að fólk í þéttbýli þoli ágang hrossa á
lóðir sínar og verði sjálft að girða fyrir þau? Þeir verða að gjöra svo vel að vera bundnir
á bás eða vera í stíum á veturna og í girðingum sumarlangt. Sama má segja um
sauðfé.
Þannig að það væri ekki óraunhæft að eigendur katta kæmu sér upp aðstöðu í görðum
sínum til að halda köttunum þar inni. Ég held að kettir sem væru aldir upp við að hafa
afmarkað útipláss yrði ekki mjög um það. Ef fólk hefði ekki slíkt til umráða þá væri
kannski ráð að fá sér kattakyn sem sættir sig við að vera inni. Kettir eru meistarar í
orkusparnaði og að liggja í leti og það er bara veiði- og kynhvötin sem drífur þá áfram
um hverfin. Svo einhvernvegin ýmindar maður sér að saddur og geldur köttur hefði
það bara nokkuð gott á þennan veginn ( svona miðað við að vera gæludýr en ekki villt
dýr) og væri auk þess hólpin frá því að lenda undir bíl. Hafið þið séð kött lenda undir
bíl? Það hef ég gert og það var hræðileg sjón. Ég hef mínar kisur inni
eða úti á svölum og í garðinum aðeins undir eftiliti. Mér finnst það einhvernvegin
standa mér nær fremur en að allir í götunni setji net í gluggana sína og lok á
sandkassana. Það er ósköp vinalegt að sjá fallegar friðsamar kisur á vappi, alveg
þangað til þær verða undir bíl, fara óboðnir í hús eða skíta í sandkassann þinn. Það er
auðvitað rétt sem fram hefur komið hér á spjallinu að ýmislegt annað en kattaúrgangur
kemst í opna sandkassa, en líklega fátt eins skaðlegt börnum og úrgangur úr
óhreinsuðum
ormaveikum kisum eða hundum. Það er ekkert langt síðan að mér fannst lausaganga
katta í þéttbýli eitt af óumbreytanlegum náttúrulögmálum og ákvað bara að neita mér
um að eiga kött því ég vildi ekki lenda í því að kisan mín skilaði sér einn daginn ekki
heim. En svo áttaði ég mig á því að þetta þyrfti ekki endilega að vera svona.
Þó ólíklegt sé að lausaganga katta verði bönnuð í náinni framtíð finnst mér að það ætti
að láta skrá alla ketti og skylda ormahreinsun á þeim eins og hundum. Langflestir
ábyrgir kattaeigendur gera þetta hvort sem er.