Mér langar að segja aðeins frá kisunni minni.

Hún heitir Trítla og er fædd 24.maí 2003 og hún fæddist þegar Eurovision var og Birgitta var að syngja;) Ég sá hana fyrst þegar að hún var 5 vikna og þá var hún með annað eyrað lærra en hitt af því að mamma hennar beit í það þegar að hún var að fæða systkini hennar. Hún var svo feimin og kúrði ekki með systkinum sínum heldur undir einhverju borði. Ég var búin að sjá kisurnar 4 sinnum og suða mikið um eina þegar að mamma ákvað að leyfa mér að fá þá voru allar kisurnar fráteknar nema Trítla þá Olla og Ljóni og mamma vildi ekki fress svo við fengum Trítlu.

Nú er hún nýorðin eins árs með tilheyrandi afmælisveislu(þið megið alleg segja að ég sé skrýtin) og hún er frekar lítil. Eru kettir ekki fullvaxnir þegar að þeir eru orðnir eins árs?

Hún er ennþá hræðslupúki og þorir ekki út fyrir botlangann okkar og næsta fyrir ofan. Er það ekki skrýtið miðað við að hún er eins árs?

Hún hefur mjög lík áhugamál og Garfield sem sagt að éta og sofa og hún sefur alltaf upp í hjá mér, hjá hausnum og heldur utan um hann. Heyrði enhversstaðar að þá væru kettir að passa mann. Svo hefur hún ánægju af því að horfa á teiknimyndir ekkert annað!

Svo er hún oftast hjá mér þegar að ég er í tölvunni.

Mér finnst hún mesta krútt í heimi og algjör rúsína!

Mér langaði bara aðeins að deila með ykkur hvað kisan mín er skrýtin og mikið krútt.

Kv.Emilia