Sko hann Ottó minn er alheinn heima mestmegnið af deginum, svo lox þegar ég kem heim, þá eltir hann mig á röndum hvert sem ég fer, ég get ekki farið á klósettið án þess að hann vilji koma og vera inni á meðan. Ef ég erað fara út, þá sest hann fyrir útidyrahurðina og vælir. Ef ég stend og er ekki að tala við hann, þá stundum tekur hann uppá því að stökkva bara “upp” til mín ;)
Það getur líka verið að hann sé svona afskablega háður mér vegna þess að hann náttúrulega sefur inni hjá mér, eða öllu heldur sefur hann á mér.. og ég er sú eina á heimilinu sem hefur þolinmæði á að leika við hann klukkutimunum saman…
Er kanski gott ráð að ég fái mér annan kött, svo hann sé ekki alltaf aleinn heima og geti fengið útrás með hinum kettinum og bara aðalega svo honum leiðist ekki alveg svona mikið :/ ?