Ég var að koma úr sveitinni og kisan hún Flekka var búin að gjóta tveimur kettlingum !!
Hún sem er svo lítil og nett var með svaka bumbu og við spáðum alveg 3-4 kettlingum ef ekki fleiri en nei,nei koma 2 stykki sem er auðvitað bara fínt …..
við vorum búin að loka hana af á milli mjólkurhússins og fjóssins ca. 6 fermetrar og þar gaut í náttla skítugasta kassanum af öllum fletunum sem við settum þangað, en við náðum að setja undir hana gömlu fjólubláu joggingbuxurnar hennar ömmu.
Þeir eru svaka litlir og svona 5 daga gamlir einn er með svona svart bak og fram á haus en er hvítur undir, á hliðunum og framan á hausnum. Hann er með svart skott með hvítri týru á endanum
Hinn er hinn alveg hvítur með gráan blett á bakinu og svarta bletti á hnakka og á aftur hlutanum eiginlega hliðina á skottinu (kann ekki að útskýra ) hann er með grátt skott með hvítri týru á endanum.
Við ætlum að halda eftir þessum hvíta en ætlum að gefa hinn á gott heimili annars verður að koma honum í Kattholt :( svo endilega hugsið málið en svo verður Flekka tekin úr sambandi svo hún eignist ekki aftur kettlinga :D
Þetta eru 2 læður og við köllum þessa svörtu og hvítu (sem er gefins) Daizy en eigum eftir að finna nafn á hina… allar uppástungur vel þegnar :)