Mér skilst að svo margir séu að leyta sér að ketti en eigi erfitt með að finna sér kött. Það ætti hins vegar alls ekki að vera svona erfitt, það eru svo ótal margar kisur sem vantar heimili. T.d. er alltaf verið að auglýsa gefins kettlinga/ketti í mogganum (Velvakanda) og á öllum gæludýraspjallrásum. Vildi bara benda á þetta þar sem sumir eru að leyta sér að kisu en finna enga gefins.
T.d. í Kattholti eru örugglega hundrað kettir sem vantar heimili. Ég vinn þarna sjálfboðavinnu stöku sinnum og þetta eru nú bara yndislegir kisulingar upp til hópa!! þarna eru kettir gefins (fyrir utan um 2000kr. fyrir fæðinu og eyrnamerkingu og svona) af öllum stærðum og gerðum, oft t.d. hreinræktaðir.
Í hverri viku eignast eitthver læðan kettlinga og oftast þarf að lóga eitthverjum af þeim *grát*… í hverjum degi koma nýjar kisur í kattholt og þegar kisurnar eru búnar að vera í kattholti mjög, mjög lengi er þeim oft lógað sem er alveg ofboðslega sorglegt.
Þarna er hægt að velja úr ákkúrat þá kisu sem manni hentar, þær eru svo fallegar og kelnar margar hverjar, og ekkert algengara er að fólk fái sér kettling frekar en fullorðinn kött eða \“ungling\”.
Vel er búið að köttunum, búrin eru þrifin einu sinni á dag og kassarnir tvisvar. Allt er sótthreinsað og kettirnir eru ormahreinsaðir, vel er passað að smit berist ekki á milli.
Ef ég gæti mundi ég mundi ég nú vilja eiga þær allar, þær eru alveg æðislegar.
Ef ykkur langar í kisu þá mundi ég ekki hika við að kíkja upp í Kattholt! það er í Árbæ, 110 rvk, heimasíðan er www.kattholt.is