Mig langar að segja ykkur aðeins frá honum Snúlla, kisanum mínum.
Snúlli er 2ja ára, ég fékk hann að gjöf frá fyrrverandi kærasta mínum þegar Snúlli var 8 vikna. Hann var svo æðislegur kettlingur, alltaf svo kátur og elskaði að príla alls staðar, helst uppá fólk. Ég fór oft með hann í bíltúr og þá sat hann á öxlinni minni eins og páfagaukur.
En hann hefur breyst svolítið síðan. Hann er frekar stór og svona á mörkunum að vera of feitur. En ég vil hafa hann svolítið pattaralegan. Núna í dag elskar hann ekkert meira en að sofa allan liðlangan daginn. Hann er geldur, en var orðinn svona mikil svefnpurka fyrir geldinguna.
Hann getur orðið rosalega afbrýðissamur útí aðra sem eru eitthvað of nálægt mér. T.d. ef Tína hundurinn minn er utan í mér og að kjassa mig, þá þarf Snúlli alltaf að troða sér og láta alla vita að hann eigi mig, stundum sest hann þá við hliðina á mér og leggur aðra framloppuna á lærið á mér. Ef einhver situr við hliðina á mér í sófanum, kemur hann og treður sér á milli og reynir að leggjast á mig alla. Hann er svo æðislegur. Þegar ég verð komin í mitt eigið húsnæði er stefnan á að fá lítinn kettling sem vonandi getur lífgað aðeins uppá hversdagslífið hans Snúlla.