Jæja nú er ég að fara senda köttinn minn heim til Íslands og
hann fer í sóttkví í Hrísey í mánuð.
Ég hef miklar áhyggjur af þessu langa ferðalagi og væri glöð
ef einhver sem hefur þurft að senda gæludýr í þetta langa
ferðalag geti sagt mér reynslusögu sína.
Ég er svo hrædd um að hann þurfi að hírast í búrinu sínu
allan þennan tíma sem tekur fyrst að fljúga, svo að bíða á
Leifsvelli og loks löng bílferð í Hrísey..
Ef hann þarf að vera í búrinu allan tímann þá mun hann
auðvitað skíta og pissa það allt út og líða mjög illa,
sérstaklega þegar róandi lyfið hættir að virka??
Eru einhverjar pissupásur fyrir hann? Og fær hann eitthvað að
borða og drekka á þessu ferðalagi?
Vona að einhver geti veitt mér þessar upplýsingar, plís..