Ýmsir garðeigendur koma að því er sagt er illa undan vetri þar sem frost og snjór gætu hafa komið í veg fyrir að blessaðir kettirnir grafi sómasamlega yfri úrgang sinn. Á vorin fara líka óstálpaðir kettlingar á kreik sem fæddust í vetrargotnum og allt í einu virðist sem Reykjavík sé hersetin köttum á víð og dreif….Jæja hvað skal gera !!! - Samkvæmt grein í morgun í fréttablaðinu situr nú kósveitt nefnd að störfum sem ætlar að kippa þessu öllu í lag og koma á reglu á dvalarleyfi og útivistarleyfi katta í borginni. Loksins verða nú kattareigendur dregnir til ábyrgðar og vonandi þeir læri nú dágóða lexíu og ali kettina sína betur upp … til að mynda kenni þeim í hvaða garða sé æskilegt að skilja eftir morgunmatinn osfrv.
Sjálf hef ég haldið langa fyrirlestra yfri mínum köttum um hvaða garða þeir eigi að forðast svo friður haldist við nágrananna. Allt hefur þó komið fyrir ekki og hafa orðið brottflutningar úr hverfinu mínu þar sem fólk varð að flytja búferlum vegna ofsókna katta og kattareigenda.
En svo ég komi nú að lokarpunktinum og hætti að hæðast að köttum og eigendum þeirra þá langaði mig svona til að forvitnast um álit ykkar á kattarhaldi í Reykjavík.
Fyrst og fremst langar mig að fá skoðanir kattareigenda og hvað þeir telji að hægt sé að gera í þessum málum. Hvað tillögur sjáið þið fært að setja fram - Hvaða kröfur á kattareigendur eru raunhæfar ?? - Teljið þið að ástandið skáni og friður semjist milli katta, kattaeigenda og annarra nágranna ??
Þið sem viljið skammast og bölva og ragna getið skrifað eigin greinar !! - Ég sækist eingöngu eftir rökstuddum svörum sem eru marktæk !!!
Skógarkettir.tk