Sæl og blessuð öllsömul

Þannig er máli vexti að ég er ófrísk af mínu fyrsta barni (komin 21 vikur á leið) og á tvær yndislegar læður (önnur er af Bengal kyni en hin er Norskur skógarköttur)Systur mínar og Pabbi eru alls ekki fyrir ketti reyndar gengur önnur svo langt að segja að kettir séu ógeðslegir.
Báðum systrum mínum finnst ég eiga að láta kettina frá mér vegna óléttunar og tilkomandi barns en ég er nú ekki alveg á því þar sem mér þykir ofsalega vænt um þær svo og hef ég nú heyrt að í lang flestum tilfellum sé það ekkert hættulegt að vera ófrísk með ketti eða vera með ungabarn og ketti á sama heimili. Maðurinn minn er svo almennilegur að hann hefur tekið að sér að þrífa kattarsand kassann þar sem læknirinn minn banaði mér það. Ég veit um eina konu sem var með 3 ketti inn á heimilinu sínu þegar hún var ófrísk og er nú með 4 ketti og barnið 2 ára í dag og það hefur ekkert haft áhrif á barnið.
Mig langar til að heyra álit ykkar um að umgangast ketti þegar maður er óléttur og umgengi katta við ungbörn. Reynslu sögur eru líka vel þegnar.

Kær Kveðja
Líf