Ótrúlegt en satt!
Í dag er komið HEILT ÁR síðan að hann Alexander minn dó. Ég trúi því varla, mér finnst eins og það hafi gerst í síðasta mánuði.
á Föstudegi fórum við með hann til læknis hann var víst eitthvað slappur, læknarnir vissu ekkert hvað væri að honum, svo þeir vildu hafa hann um nótt, svo næsta dag var honum farið að fara aftur, vildi ekki borða, vildi ekki einu sinni smakka á uppáhaldinu sínu, nautahakki, og þá var sko eitthvað mikið að..
Læknarnir vildu hafa hann enn eina nóttina, Svo næsta dag vorum við beðin að koma sem fyrst, Alla hafði farið mikið aftur. Læknarnir þurftu bara að sjá eina röntgen mynd og þá vissu þeir hvortþað væri eitthvað sem þeir gætu gert. Við biðum og biðum eftir þessari mynd svo loks þegar hún kom, þá kom í ljós að þetta var bráðakrabbamein, Litla fallega kisan min, var full af krabbameini og ekkert var hægt að gera í því, Best væri bara að svæfa hann, svo hann myndi ekki þjást meira.
Þetta var erfiðasta ákvörðun lífs mins, að þurfa að segja “Já” og gefa þar með leyfi til að svæfa kisuna mina, Taka litla barnið mitt frá mér.
Þetta tók aðeins 3 daga, Svo ef ykkur finnst kettirnir ykkar eitthvað slappir,þótt þið haldið jafnvel bara að þeir séu með kvef, þá ekki hika við að fara með þá til læknis.
Svo í dag, 19. Mars er komið heilt ár síðan að þetta gerðist og Sorgin er alltaf jafn mikil