Enginn svefnfriður!!!
Ég (…og kærastinn) erum núna búin að eiga Viggó í rúman mánuð og hann orðinn ca 4 mánaða. Hann er alveg æðislegt krútt. Hann vill alltaf liggja hjá okkur og er alveg rosalega kelinn (það þarf bara að kalla á hann og hann byrjar að mala). Þegar við fengum hann fyrst var mikill leikur í honum en hann róaðist fljótt en lék sér náttúruleg samt. En núna uppá síðkastið er hann orðinn ofvirkur. Hann hleypur á milljón fram og til baka um sófasettið (sem fer mjög í taugarnar á mér því að hann má bara liggja í einum sófanum þar sem teppið hans er) og er bara mjög æstur/leikinn. Það sem er mest óþolandi við þetta er að hann á það til að vera rólegur allann daginn en taka uppá þessu seint á kvöldin, nóttunni og sérstaklega snemma á morgnana. Væri alveg rosalega ljótt af mér að loka hann inní þvottaherbergi en þar hefur hann rúm, kattasand, mat og vatn og glugga sem er opinn (kemst þó ekki út, búum á 2 hæð) bara svona á nóttunni svo maður fái svefnfrið? Hann er reyndar ekki vanur að vera inní þvottaherbergi. Hann sefur oftast inní stofu eða inni hjá okkur en ég vill endilega venja hann af því að sofa hjá okkur.