Jæja, ég fékk mér minn fyrsta kettling núna í enda janúar(er að verða 4 mán). Er sú litla læða sem ég skírði Svölust.
En hún tók upp á því svona c.a. viku eftri að ég fékk hana að sjúga háls, putta og tja alla húð sem hún kemst í, þegar hún er í \“þannig\” skapi. Ekki það að þettað fari í taugarnar á mér, þó að það sé stundum vont þegar hún þófar sig á hálsinum á mér, þá er ég með áhyggjur hvort að þettað sé gott fyrir hana eða tennurnar í henni……
Það væri líka gaman að vita hvort einhver annar eigi kisu sem gerir það sama og hvort þettað sé eitthvað sem eldist af henni?
Annars gerir hún svo mikið af skrítnum hlutum en það ALSKRÍTNASTA er hljóð sem hún gefur frá sér þegar henni leiðist eða er að skoða eitthvað….. Ég vildi að þið gætuð heyrt það en ég ætla þó að gera mitt besta í að færa það í ritað mál, þá væri það svona:
PHRRRRRRÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!
Ég hef aldrei heyrt kisu framleiða þettað hljóð þettað er svipað og mjálm en byrjar nánast einsog mjög hátt mal…..
Alavega það er æðislegt að vera komin í hóp kattavina hér á landi. Kisur eru æði.
Takk fyrir mig
Sleepless