Ég var nú bara fyrst að koma inn á þetta áhugamál núna og ákvað að skrifa aðeins um kisuna mína.
Þegar ég var 4 ára fengum við gefins læðu og við kölluðum hana Mysu og var hún mjög falleg og góð. Hún eignaðist 5 kettlinga, ég vaknaði einn morgunnin þegar ég var nýorðin 5 ára, og sá allt í blóði í neðri kojunni og var Mysa að gjóta(við systkinin sváfum í koju)og fékk “shock” og hljóp og sagði mömmu og pabba frá þessu, þau komu hlaupandi og þá sáum við 5 fallega kettlinga.
Við kölluðum þá Atta,Katta,Nóa og Emissa og sá fimmti dó enn hann ætluðum við að kalla Örn :) Við gáfum þessa kettlinga í burtu og það gerði mig mjög leiðan. Stuttu eftir að við vorum búinn að gefa kett´lingana í burtu var keyrt yfir Mysu :'( Hún dó samstundis og ég grét bara í heilan dag.
Þegar ég var orðinn 8ára sagði mamma við mig að við myndum fá nýja kisu, einn af kettlingum Emissu. Ég varð alveg “hoppandi trítil kátur”köttinn kölluðum við Þorkel Braga Símonarsson(við vitum ekkert hvað pabbi hans heitir, venjullega tölum við bara um Kella). Það leið nú ekki á löngu þar til hann var farinn að slást við aðra ketti, og var hann að gera allar læður kettlingafullar. Þetta gerði marga mjög pirraða og vildu að mamma mín léti gjelda Kella, enn þökk sé Guði þá gerði hún það aldrei.
Ekki var hann mjög gáfaður(hann stökk einu sinni á svalahurðinna þegar hann ætlaði að stökkva út:)enn hann var rosalega stór og sterkbyggður. Þegar ég var orðinn 13 byrjaði hann að koma heim með “stríðsár” t.d. op á eyranu skör yfir augunum og svoleiðis.
Við héldum að aldurinn væri að fara illa með hann. Þangað til að við sáum að þetta var bara andskoti hugrakkur köttur, þegar hundar réðust einu sinni á eina læðu sem var á flakki þá stökk hann á þá og særði einn hundinn(og hann hefði öruglega borðað hinn hefði ég ekki skorist inn í :)og rak hundana í burtu.
Núna eru meira að segja krakkar í hverfinu hræddir við köttin, enn hann er blíðasta skinn. Að vísu hann er stór og ógnandi með fullt af sárum og rifin eyru. Enn hann er mjög góður, hann gefur meira að segja gjafir þegar við gjefum honum. Ein jólin gáfum við honum leikfanga mús í staðinn kom hann með alvöru “STÓRA” rottu. Ekki mjög góð gjöf enn gjöf engu að síður. Núna er hann um það bil 48 eftir kattarárum og er enn sá stærsti í hverfinu og á hann mörg afkvæmi sem eru öll alveg eins og hann, grá með hvítan blett undir hálsinum. Hann er orðinn dálítið latur núna enn hann er samt stór og ógnandi.
Í lýsingunni hljómar hann eins og hræðilegur köttur enn hann er það alls ekki, það á ekki að dæma eftir útlitinu(jafnvel þótt að það sé í mannseðlinu). Enn hann er eins og svona Batman fyrir ketti, það eru nefnilega nokkrir hundar hér sem hafa gaman að því að ráðast á ketti og ræðst hann alltaf á þá(og stundum ræðst hann á þá útaf engu).
Svona er hann Kelli minn “litli” blíðasta skinn
boggi35