Sókrates var að deyja... Elsku litli Sókrinn minn varð fyrir bíl og dó. Löggan var að koma með hann fyrir um hálftíma síðan. Hann er allur í blóði, greyið skinnið.
Hann var svo sniðugur kisi, kunni að opna dyr og var yndislegur í alla staði, með alveg rosalega gul augu. Ég sakna litla skinnsins svo mikið og ég hef ekkert gert nema gráta síðan löggan kom með hann áðan. Nú verður litla barnið mitt jarðað við hliðina á henni Snældu minni sem dó 3. mars í fyrra á sama hátt. Ég hef ákveðið að hleypa köttunum mínum ekkert út í mars framvegis, þetta er óþolandi.
Vona bara að honum Sókratesi mínum líði vel hjá hinum kisunum í Kisuhimnaríki og hlaupi þar um glaður með Snældu gömlu….

Á myndinni sést því miður ekkert í fallegu augun hans, þar sem hann var svo svartur allur :(