Ég var að eignast lítinn kisa sem heitir Kompis (vinur). Við búum í Svíþjóð og þess vegna heitir hann það. Kompis er um það bil sex mánaða gamall og er ekki geldur. Vinkona mín fann hann horaðan við útidyrnar hjá sér í desember og tók hann inn. Það vildi enginn kannast við kisa greyið svo hún ákvað að halda honum. Hún á einn kött fyrir og þeim kom ekkert allt of vel saman svo ég ættleiddi Kompis. En hvað um það.

Hann er komst upp á lagið með það að naga sundur snúrur. Hann er meðal annars búinn að eyðileggja þrjár tölvumýs, tvö headset og einn lampa. Það væri hægt að skamma hann fyrir þetta ef það sæjist til hans en hann er duglegur að naga þegar enginn sér til. Ég er búin að fá ráð um að smyrja snúrurnar í t.d. tabasco, sítrónusafa o.fl. en við erum með sjö tölvur í húsinu svo það gæti orðið svolítið messy, auk síma og lampa. Svo klórar hann veggina stöðugt sem er ekki fallegt eða vel liðið af þeim sem við leigjum íbúðina af.

Þrátt fyrir allt þetta er hann svo yndislegur kisi. Hann elskar að knúsast, kyssa og láta klóra magann sinn. Ég held að ég hafi aldrei hitt jafn kelinn kött.

Hvað á ég að gera við kisa greyið?