Blessaðir kattarhugarar
Allir kattareigendur vita hvað það getur verið erfitt að fá nýjan kött, þar sem er köttur fyrir. Kettir eru í eðli sínu einfarar, en það er samt hægt að skapa aðstæður þar sem allir kettirnir verða vinir. Mínir 5 kettir koma allir úr sitthvorri áttinni, en samt gengur sambýlið ótrúlega vel. Þeir leika sér allir saman og eru oftast mjög góðir vinir, auðvitað getur slest upp á vinskapinn eins og í öllum fjölskyldum, en það er aldrei mjög alvarlegt. En hver er galdurinn? Í raun eru það sáraeinfaldar reglur sem maður verður að fylgja þegar maður kynnir nýja köttinn fyrir hinum. Fyrst og fremst verður maður að leyfa nýja kettinum að finnast hann öruggur. T.d. að hafa hann í lokuðum flutningskassa og leyfa köttunum að hnusast á í rólegheitunum. Ef maður sér að þeir eru ekki að hvæsa á hvorn annan þá getur þetta verið nóg kynning og maður getur hleypt nýja kettinum út úr flutningskassanum. Maður verður líka að vera hjá köttunum fyrst um sinn, til að stoppa konflikt ef einhver byrjar á því. Múddi og Snælda voru kynnt á þennan hátt. Fyrst hvæsti Múddi á hana en hún svaraði ekki á móti, þá setti Múddi loppurnar inn í kassann og byrjaði að segja brúbb. Þá ákvað ég að opna kassann og viti menn það var bara byrjað að leika sér saman og þau urðu perluvinir eftir þetta. Múddi var þá 2 ára en Snælda hálfs árs.
Ef það er einhver óánægja með að hittast þrátt fyrir kassann þá er bara næsta skref að aðskilja kettina. Það er að hafa t.d. nýja köttinn í sér herbergi þar sem þeir geta vanist lyktinni af hvor öðrum í gegnum lokaðar dyr. Maður getur síðan næstu daganna opnað herbergishurðina og látið þá sjá hvern annan. Það er mjög mikilvægt að klappa köttunum jafnt, því gamla kettinum getur fundist hann afskiptur ef maður er með of mikla athygli á nýja kettinum. Það er líka góð regla að fara ekki of geyst í kynningunni. Gott ráð til að eyða spennunni á milli kattanna er að leika við þá saman, því þá eru þeir í návist hvors annars og gera eitthvað saman, sem sannfærir kettina að hinn kötturinn er ekki ógn. Aldrei skilja kettina eina saman meðan þeir eru að kynnast því þá geta þeir ráðist á hvorn annan og þá verða þeir tortryggnir alla ævi við hvorn annan.
Kettir sem eru líklegir til að geta verið saman með öðrum ketti eru að sjálfsögðu kettlingar eða kettir sem eru vanir að vera í kringum marga ketti. Það eru t.d. kettir frá Kattholti eða frá stórum ræktunum. Þeir kettir sem eru erfiðaðri að venja við aðra ketti, eru gamlir kettir og kettir sem eru vanir því að vera einir. Annars er það mín reynsla, að ef maður sýnir þolinmæði þá er hægt að venja hvaða kött sem er við aðra ketti. Það tekur að sjálfsögðu meiri tíma fyrir köttinn að róast, en að lokum hefst það. Eins og með norska skógarköttinn minn. Hún var vön að vera ein á hennar fyrri heimili, og hún hafði sloppið út nokkrum viku áður og þá höfðu kettir ráðist á hana. Hún var alveg tryllt fyrstu vikurnar, rosalega hrædd við kettina sem fyrir voru. Svo byrjaði hún að róast og þegar við fluttum á Eyrarbakka þá blómstraði hún alveg. Henni líður mjög vel með köttunum þrátt fyrir heyrnarleysi og hún leikur sér mikið með kettina. Annars er hún og Múddi ekki bestu vinir, þau skiptast á að ógna hvort öðru, en það er ekkert stóralvarlegt.
Til að halda svo friðinn þegar maður er búin að venja kettina saman þá verður maður að nota aðferð sem dugar líka í barnauppeldi. Það er að maður verður að hafa sérstakt samband við hvern einasta kött. Ég nota t.d. ákveðna rödd fyrir hvern kött, og ég passa mig að sýna ekki einum meiri athygli. Það sem maður fær í staðinn er ótrúlega skemmtilegur kattarhópur, sem er í brjáluðum eltingarleik og feluleik allan daginn, öll kvöld, og oft á nóttunni.
Munið bara þegar á að venja kött við aðra ketti/kött, þá skiptir máli að fara rólega í hlutina og bara vera þolinmóður.
Kær kveðja
Heiðrún og dýragarðurinn