Ég er mikill kattar vinur og á kött sem heitir Álfur (ég á heima hliðina á hellisgerði sem er talin Álfa heimkynni, þó ég sjálfur hafi ekki mikil álit á því). Allavega ég tel að þessi köttur hafi verið ótrúlega heppinn með að fá mömmu mína sem eiganda. En hann er einstaklega skemmtilegur og fjörugur lítill kisi. Allavega þegar hann var lítill þá var hann alltaf á eftir öllum eyrnapinnum og opnaði meira segja ruslið með hausnum til að ná í þá. Þá þurftum við að grípa til aðgerða og fá okkur þyngri ruslafötu (þá á ég við að fá þyngra lok til þess að hann geti ekki opnað það). svo er þetta svona köttur sem stoppar þegar hann er að fara yfir götu og bíll að koma. Mamma mín hefur þjálfað hann einstaklega vel finnst mér og aldrei höfum við lent í neinum vandræðum með hann (nema kannski að hann var alltaf að brjóta blómapotta). En hann er eignig mikill sælkeri og vill fá kavíar, harðfisk og rækjur eins oft og hægt er. Við reynum nú að halda því í lágmarki en hann bara hoppar upp í ískáp og rífur í matinn :). Allavega ég bjóst ekki við að hann borðaði kavíar með bestu list.. allavega veit ég ekki um marga ketti sem eru svona sólgnir í það þó að þetta séu fiskhrogn. En hvernig líkar ykkar kisa við kavíar?
Elvar