Oftar en ekki var ég úti í hesthúsi í dag og undanfarna daga og vikur hefur borið á kattaferðum í hlöðunni hjá okkur. Fyrir ekki löngu náði stelpa hjá okkur þessum ketti og henti honum út um hesthúsdyrnar þar sem ég stóð. Sá var sko frár á fæti og snéri sér við, ég brást við því með því að sparka í hann en allt kom fyrir ekki og hann skaust inn í hlöðu aftur.
Hann á sér felustað undir einhverjum brettum og jeppadekkjum í einu hlöðuhorninu. Oft heyrir maður hann mjálma sáran og ef maður mjálmar á móti svarar hann/hún. Ég er nú svo lítil kattamanneskja sjálf (þó svo ég eigi einn kött) að ég veit ekkert hvort þetta sé högni eða læða en hef þó svona á tilfinningunni að þetta sé læða. Alla vega líkist þetta læðu svona í byggingunni.
En snúum okkur nú að deginum í dag. Ég kom inn í hesthús og fór inn í hlöðu. Þá skaust kötturinn ofan af einni heyrúllunni og undir þetta spýtna-brak þarna í horninu. Ég pældi ekkert meira í þessu en fór að moka og ríða út. Þegar ég var búin að gefa heyrði ég svoleiðis þvílíkt mjálm innan úr hlöðunni. Ég ákvað að gá svona hvort ég gæti komið kvikindinu út og mjálmaði eins og geðsjúklingur á móti. Auðvitað svaraði kötturinn og maður gat svona gert sér grein fyrir því hvar hann væri þarna í skúmaskotinu sínu. Ég fór að rífa einhverjar fötur og drasl í burtu og hlaða þessu í flottan haug innst í horninu.
Inni í hlöðunni var frekar dimmt þannig að ég fór að leyta að vasaljósi en fann hund og setti hann í samband inn í hesthúsi og trítlaði aftur inn í hlöðu til að lýsa í gegnum brettið sem kötturinn var inn í. Hægt og bítandi mjakaði hann sér út undan brettinu. Þegar hann var alveg komin undan var hann svona… næstum eins spakur og húsköttur. Þá gat ég gripið hann. Mín var orðin frekar reið, enda búin að standa í þessu í meira en hálftíma. Svo labbaði ég með köttinn fram í hesthús —- það sem hér kemur á eftir er ekki fyrir viðkvæma —- og hélt bara ósköp eðlilega í hnakkadrambið á honum. Ég var komin 2 skref inn í hesthúsi áður en hann snéri sér við í höndinni á mér og hjó með vígtönnunum í þumalinn á mér - Á HÖNDINNI SEM ÉG HÉLT Í HANN MEÐ! Ekki kannski erfitt en hann var svo snöggur að þessu… vúff. Hann svoleiðis LÆSIR tönnunpum í mig og mér brá svo (ég er ótrúlega viðbrigðin) að ég fleygði honum frá mér, eitthvað utar á ganginn.
Ég var alveg æf af bræði og þokkalega dúndra í hann með löppinni, hann hrökklast eitthvað undan og undir einn stallinn. Síðan gerir hann sig tilbúinn til að hlaupa aftur inn í hlöðu en ég næ að sparka í hann aftur, í þeirri von um að rota hann eða allavega vanka. Klaufi Bárðar (ég) dett og kötturinn inn í hlöðu.
Ég var í svoleiðis sjokki eftir þetta bit að ég vissi ekki hvaðan á mig stæði veðrið. Eftir betri athugun sá ég það að hann hefði blóðgað mig í gegnum hanska og það segir nokkuð um tennurnar á þessum kvikindum.
Því spyr ég: Hefur maður rétt á því að misþyrma villiköttum á þennan hátt, þ.e.a.s. ef maður fer ekki yfir strikið. Það er mér allavega orðið ljóst að kettir hafa 9 líf, ef ekki ennþá fleiri.
Kv. torpedo