Ég er partur af 5 manna fjölskyldu. Litla systir mín(11 ára) fékk yndislega fallegan kettling í jólagjöf sem allir í fjölskyldunni sjá ekki ekki sólina fyrir.
En ég hef bara ekki kynnst snjallari kisu.
Sem dæmi um það má nefna að hún er ótrúlega forvitin og á það til að verða afar afbrýðisöm.
Til dæmis þá á eldri systir mín(14 ára) lítinn bangsa sem hún hefur átt í 10 ár. Bangsinn er uppáhald hennar þar sem hún sefur meðan og þykir mjög vænt um hann. Þetta finnst kisu litlu ekki sniðugt og hefur kettlingurinn tekið upp á það ráð koma inn til hennar á næturnar og taka bangsann. Hún fer með bangsann langt fram í stofu svo hann ógni ekki athygli hennar og þá getur Kettlingurinn sofið rólega.
Kettlingurinn hefur fengið nafnið Dimmalimm þó svo hún sé kölluð Lotta af mér og Kjánalingur af eldri systur minni.
Þegar mamma fer fram á morgnanna að pissa þá pissar kettlingurinn líka. Það er alltaf sama ferlið morgunn eftir morgunn. Mamma fær sér að borða á morgnanna og þá fer Dimmalimm líka að borða. Meira segja hefur hún mikið gaman af því að stökkva upp í baðið til hennar þótt það sé hættulegt eðli hennar.
Það hundur í næsta húsi sem kemur stundum á gluggan til að sníkja mat. Pabbi er stundum að gauka að hundinum smá matarbita en það á Dimmalimm erfitt með að sætta sig við. Hún er kannski steinsofandi en vaknar þegar pabbi opnar gluggan fyrir hundinum.
Til þess að fá athyglina í stað hundsins þá mjálmar hún og ýtir sér upp að pabba eins og hún sakni hans alveg gífurlega mikið en það er eitthvað sem hún er ekki vön að gera nema þegar hundurinn kemur.
Fyndið hvernig þessir litlu kattarsnillingar geta gert mann kátann yfir daginn. Ég elska þessi dýr og hef endalaust gaman af þessum apaköttum.