ok… þetta er í fyrsta skiptið sem ég sendi inn grein þannig að ég ætla bara að gera mitt besta.
ég á kisu sem heitir því einfalda nafni Kisa. við eignuðumst hana í gegnum frænku okkar sem þekkir konuna sem átti hana. já og þessi frænka mín á systur Kisu. en nóg um það.
Kisa verður stundum “þunglynd” þegar veðrið er vont (snjór, rignig eða rok). þá bara húkir hún inni og sefur eða tekur “flippköstin” sín. þá er hún brjáluð og hleypur og hoppar út um allt. hún klifrar í gardínum (þó að hún sé eiginlega hætt því), hoppar upp á gardínukappann (ef þið vitið hvað það er) og eltir á sér skottið þar. hún hentist meira að segja út úr koju þegar hún var að elta á sér skottið þar. en síðan þegar veðrið er gott þá er hún í góðu skapi og líður vel.
og núna er Kisa alveg að verða eins árs. og hún er ógeld (við erum samt alveg að fara að drífa okkur með hana til dýralæknis). og það sem meira er þá er hún ekki búin að eignast kettlinga, sem okkur í fjölskyldunni finnst svolítið skrítið. samt eru fullt af köttum þarna úti sem hún er að leika við.
mig langaði soldið að vita hvort að einhver hafi átt eða á kött sem verður “þunglyndur” út af veðrinu úti?
og er eðlilegt að Kisa sé ekki búin að eignast kettlinga eða er eitthvað að?
Kv. Kisulingur (vona að greinin sé ekkert of löng) :S