hæhæ..
málið er að ég á kisu sem verður 6 ára núna í apríl..!
þetta er ofur gáfuð kisa og allir dýrka hana.. aftur á móti er hún líka mjög sérvitur.
hún kann að heilsa, rétti manni loppuna og ef að þú gerir fock merki verður hún brjál og ræðst á mann! ef þú kallar á hana og segir bíbí hleypur hún úti í glugga að skoða fuglana..
búum í blokk en einhvern veginn þekkir hún fótganginn í öllum í fjölskyldunni þá hleypur hun að hurðinni og hún tekur alltaf á móti okkur..
en elsku kisan min er búin að vera so rosalega lasin.. fyrst fór ég með hana og dýrlæknirinn hélt að hún væri með dána kettlinga en það getur ekki verið því að hun er inniköttur og þá var hún með sona rosalega legbólgur! hún fór í aðgerð og var miklu skapbetri!
svo gat hun ekkert borðað og við fórum strax með hana og þá var hún með sona rosalega sýkingu í tannbeininu og fór strax i aðgerð!
so nýjasta er að hun er með sýkingu í meltingarveginum og við erum búin að gera allt sem læknirinn sagði en hún er grindhoruð!
ég skil þetta ekki .. því nú er hugsað rosalega vel um hana og hun er algjör drotting..
við erum með annan æðislegan kettling sem er að verða 1 árs og allt í fína með hann…
og nuna er spurningin hvort að greyið kisan min sé að kveljast…
hvernig veit ég það :S
eg veit ekki hva ég geri ef eg missi hana..
eg vona að einhver sem hefur lent í einhverju svipuðu geti gefið mér ráð!
takk fyrir
eg vona að eg geti sent mynd bráðum..