Jæja loksins í nóvember síðastliðnum fékk ég kisu. Mig er búið að langa í kisu í mörg ár en þar sem við bjuggum í blokk máttum við það ekki. En núna fluttum við í einbýlishús svo að við ákváðum bara að fá okkur kisu. Við skýrðum hann Jáum Tígra. Hann fæddist í september og er 1/4 norskur skógarköttur. Hann átti tvö systkini en hvorugu þeirra var lógað og þau eiga núna líka góða eigendur.
Ég get því miður ekki sent inn mynd af Jáum sem er mikil synd því að hann er hreinræktuð rúsína. Hann er grásvartbröndóttur og eftir hryggnum er svört rönd. Hann er algjör snillingur í að láta fólk vorkenna sér og er mjög athyglissjúkur í alla staði.
Td. ef maður er að lesa bók leggst hann ofan á hana og byrjar að velta sér. Og þegar maður ætlar og ýta honum í burtu dregur hann loppurnar að sér og setur upp “viltu ekki klappa mér?” svipinn sinn. Maður getur bara ekki ýtt honum í burtu. Hann er ekki geldur en það á að gelda hann í mars. Hann sefur núna inni í þvottahúsi og er þar alltaf meðan allir eru í burtu því að þar er gluggi þannig að hann getur farið út þegar hann vill.
Hann er orðinn vinur flestra kisa í hverfinu meðal annars náfrænda síns, hreinræktaðs norks skógarkattar sem að vinkona mín á. Hann fylgir mér alltaf í skólann alveg þangað til að ég kem að götu. Þegar hann hittir aðra ketti þá nuddar hann nefinu við þeirra. Hann hefur aldrei drepið fugl en kom einu sinni inn með fugl sem hafði frosið í hel. Í staðin stelur hann hlutum frá öðrum kisum td. einu sinni þá kom hann með marglita mús.
Hann er algjör dúlla og er rosalega góður við fólk þegar það er veikt, hjúfrar sig alltaf upp að því og reynir að sleikja það.
Mér finnst hann rosalega sætur og vera besti kisinn í öllum heiminum.