Snúður
Ég er búin að vera suða um kött í mööörg ár !! Og elska kettina upp í sveit ALLA sem hafa verið þar en vitið menn pabbi (úr sveit) sem var alltaf á móti því að fá kisu hefur nú gefið samþykki sitt og í dag vorum við að ættleiða kött frá Kattholti hann heitir Snúður og er 3 mánaða hann er algjör kelirófa lá hjá okkur allan tímann og konurnar sögðu að hann væri reyndar soldið dapur og væri gott fyrir hann að komast á heimili eins og okkar 3 börn 7,11 og 13 ára til að hressa hann við hann er strax byrjaður að þekkja okkur eftir 2 heimsóknir og sat og horfði á eftir okkur áðan þegar við fórum…. við erum búin að kaupa allt fyrir hann og ég er að deyja úr spennu við að fá hann JIBBÍ!!! en vonandi verður hann gamall og eitt í endann hann er með hvítt nef hvítar hosur á öllum fótum og svo grábröndóttur á bakinu og þar..en vonandi get ég sett myndir í tölvuna og þá fáiði sko að sjá nóg af þeim..ég er búin að vera á kattholt síðunni núna og er að fara að kíkja þangað aftur um hvernig það er að fá nýjan fjölskyldumeðlim..vá hvað það er gott að hafa svona síðu