Ég hef aldrei skrifað grein hérna áður, en ákvað að drífa mig í því í stað þess að vanrækja þetta áhugamál neitt meira. ;)

Mig langar til að segja ykkur frá kisunum mínum tveimur. Tveir alveg rosalega sætir kisustrákar. :)
Ég fékk þá þegar ég og kærasti minn byrjuðum saman. Hann fékk sér tvo kettlinga og ég fékk að eiga helminginn í þeim. ;)

Þeir eru bræður, og ofsalega sérstæðir persónuleikar eins og kettir eiga sér til að eiga.
Þeir komu í heiminn á þeim herrans degi 22. apríl 2003 á afmælisdegi bróður míns, og frá því hafa allir sem hafa fengið að kynnast þeim og systkynum þeirra orðið hreint bara ástfangnir.

Af því sem mér hefur verið sagt, þá eru þeir blandaðir Norskum Skógarketti, Persaketti (eða hvað þeir eru nú kallaðir, ég er svo fáfróð í svona kisunöfnum) og íslenskum, svokölluðum, ruslatunnuketti.
Þeir eru ofsalega fallegir og góðir.

Tyrant er grábröndóttur og hvítur, með svona rauðbrúnar rendur inná milli gráa og svarta litsins. Hann hefur alltaf verið stærri heldur en Phantom að því leiti að hann er algert átvagl :)
Hann er orðinn svolítið stór núna, enda orðinn 10 mánaða gæji. Alveg frá því að við fengum hann, hefur hann aldrei vitað neitt betra en að kúra hjá Axelmu mömmu, með hárið og framlappirnar flæktar í síða hárið hennar, á meðan kisulíkaminn lá undir hlýju sænginn uppvið mömmu sína. Hann hefur alltaf verið frekar easy to please á þann veg að hann hefur aldrei verið heimtugjarn.
En hann er nú bara ekki flóknari en það, að alltaf þegar ísskápurinn eða stóra skúffan er opnuð, þá kemur hann alltaf hlaupandi haldandi það að það sé verið að fara að gefa honum eitthvað í svanginn. En að öðru leiti er auðvelt fyrir réttu manneskjurnar til að fá hann að mala, því hann er svo mikil kúrumaskína að hálfa væri hellingur. Alltaf tilbúinn til að fá þig til að brosa með því að sýna breiða og saklausa andlitið sitt og nudda nebbanum sínum við þinn :)

Phantom er svartur og hvítur. Hann fékk nafnið sitt útaf svörtu hettunni sem hann er með á hausnum :) Hann hefur alltaf verið prakkarinn í þessu dúói, fíngerðari en borðar oft ekkert minna heldur en bróðir sinn. Honum finnst alveg hræðilegt ef að það er verið að klóra honum undir maganum, því honum kitlar svo rosalega mikið þar. En hann veit að það er bara til þess að stríða honum aðeins, og oftar en ekki þróast smá kitl útí rosalegan leik. En ef hann sér að hann er að meiða leikfélaga sinn of mikið, hvort sem það er bróðir hans eða mamma og pabbi, þá er hann ekki lengi að kyssa á bágtið.
En það besta sem hann veit um, er þegar pabbi tekur og klórar honum í kringum hálsinn eða einhver nuddar á honum nebbann. Hann verður líka meira en sáttur þegar einhver tekur sig til og nuddar loppurnar hans, og klórar honum á milli tánna. Eins og bróðir sinn, þá er hann alveg rosalega mikið kúrudýr. Og eiga þeir það báðir til að stökkva uppí til okkar og lúlla hjá okkur þegar við förum í háttinn, því það verður jú einhver að passa að mamma og pabbi geri ekkert af sér! En þessa dagana er duglegi strákurinn hennar mömmu sinnar, hann Phantom, að berjast við sýkingu í auganu. Hann er búinn að vera rosalega duglegur að taka meðalið sitt, og malar bara hjá pabba sínum þegar allt er yfirstaðið.

Báðir eru þeir jafnyndislegir, hvor á sinn hátt. Báðir eru þeir rosalega forvitnir, og finnst þeim rosalega skemmtilegt þegar einhver nýr og spennandi kemur í heimsókn. Því enda beinist öll athyglin að þeim strax, og því meiri athygli því betra finnst þeim ;)
Svo bíða þeir líka alveg svakalega spenntir eftir nýja fjölskyldumeðlimnum sem á að koma í byrjun júní, og hlakkar þá svakalega til barnapíustarfsins.

En þangað til að eitthvað verður fréttnæmt, þá kveðjum við duglegu kisustrákarnir mínir hugarana sem tóku sér tíma til að lesa greinina um þá. :)