Langar að segja fyrst eitt við hundaliðið hérna.
Margir telja hunda vera greindari en ketti. Ég sjálfur stend fastur á þeirri trú að kettir séu a.m.k. ekki síðri en hundar hvað varðar greindarfar. Annars tel ég þetta vera eins og muninn á hvíta og svarta manninum. Jújú, það er munur, en hann er það misjafnt á milli einstaklinga að það er tímasóun að vera að pæla í því. Það sem aftur á móti er áberandi, er að eðlismunur á köttum og hundum er talsverður. Ástæða þess að hundar þykja greindari er að þeir hafa samfélagsbyggingu sem svipar til manna og þeir eru tilfinningalega og félagslega tiltölulega líkir mönnum… á meðan kettir eru það varla á neinn hátt.
Og hvað varðar þessa spurningu; “Á að skamma köttinn?” Hulda minnist á það áðan að það eigi að æpa kannski eitthvað en alls ekki leggja hendur á dýrið… ég er því algerlega ósammála. En aftur á móti má aldrei skaða dýrið, því yrði ég að vera sammála. Málið við ketti er að þeir eru ekkert að taka það persónulega þegar þeir eru beittir ofbeldi. Ofbeldi á sér svo miklu, miklu dýpri rætur í eðli þeirra heldur en okkar manna og hunda, og þykir mjög sjálfsagður, og jafnvel nauðsynlegur hluti af daglegu lífi þeirra. Þó þarf að passa að bæla ekki köttinn. Hann þarf bara að skilja hvað gerði það að verkum að hann var beittur ofbeldi. Hann bælist ef hann telur sig vera beittan ofbeldi án sjáanlegrar ástæðu, af dýri sem er notlega… mun, mun stærra en hann sjálfur.
En þetta fer algerlega eftir því hvað á að ala köttinn upp við. Ég hef átt sirka 20 ketti í gegnum lífið og þetta er það sem ég geri til að ala upp kött;
Ef hann skítur eða mígur þar sem hann á ekki að hafa hægðir; Taka klósettpappír og ýta aðeins á skítinn svo hann lykti því enn fremur verr, taka síðan köttinn og halda honum upp við skítinn þar til kötturinn er orðinn óður því hann langar svo mikið til að fara. Undir þessum kringumstæðum á *ekki* að beita köttinn öðru ofbeldi. Það er algerlega óþarfi. Hann fattar hvað þú ert að meina. Greindir kettir þurfa þessa meðferð 1-2 sinnum, heimskari kettir og kettir sem hafa verið teknir of snemma frá móður sinni geta tekið fleiri skipti.
Heima hjá mér má kötturinn reyndar klóra það sem honum sýnist, vegna þess að ég á engin húsgögn sem hann skemmir með því, en ef hann klórar fínan sófa eða eitthvað, er prýðilegt ráð það sem einhver minntist á, að slá hann létt á bossann með dagblaði þannig að honum rétt bregði. Sjálfur myndi ég nota sömu aðferð og ég nota þegar ég ven ketti af því að vera uppi á ákveðnum borðum, svosem eldhúsborði.
Þegar hann er uppi á borði eða á stað þar sem hann á ekki að vera. *Um leið* og þið sjáið köttinn þar sem hann á ekki að vera, setjið aðra hendi öðrum megin við hann, og ýtið honum hressilega af borðinu þannig að hann detti, en þó ekki þannig að hann meiði sig. “Refsingin” í þessu tilviki er sú að fyrst hann fór sjálfur þangað upp, skal hann sjálfur díla við það vandamál að fara niður, þó dettandi sé. Kettir redda sér nú alveg þegar þeir detta, en sérstaklega ef þetta er ungur köttur, passið að hann lendi á fótunum og meiði sig ekki, því að þá gleymir hann því að hann var uppi á borði. Það að hann meiði sig má ekki lenda í athyglispunkti kattarins.
Til að venja kött á að fara inn og út um glugga, tek ég yfirleitt til þess ráðs að hæna hann mikið að mér, klappa honum lengi og knúsa hann talsvert, síðan set ég hann innan fyrir gluggann þannig að hann sér mig, síðan fer ég út og reyni að tæla hann út. Þetta tekur oft talsverðan tíma í fyrsta skiptið, en um leið og hann er búinn að dröslast út fer ég inn og tek sama leik. Hvernig nákvæmlega á að fara að þessu fer samt mjög mikið eftir kringumstæðum, og yfirleitt finna kettir reyndar svona hluti út sjálfir.
Og eitt enn; Það á *ekki* að beita köttinn óþarflegu ofbeldi. Það skaðar hann mjög sjaldan, en það dregur verulega úr áherslupunktinum þegar hann síðan er skammaður *fyrir eitthvað*. Það á hinsvegar ekki að vera bannað að refsa honum líkamlega. Það á aldrei að neyða hann til að vera hjá neinum þegar hann vill það ekki.
Það eru einar kringumstæður þar sem skal beita kött ofbeldi, og þá með því að slá hann á trýnið, og það er þegar hann ræðst á eitthvað sem hann á ekki að ráðast á, svosem mann. Þeir eru mjög fljótir að læra þá, vegna þess að manneskja er (væntanlega) svo miklu stærri en kötturinn. Og slá hann bara í samhengi við reiðina sem kemur upp þegar kötturinn ræðst á. Það er í lagi að hann bíti létt og slái án þess að setja út klærnar, en þegar hann meiðir á að meiða hann til baka. Þannig virkar hið snilldarlega félagslíf kattanna. :)