Mig langar til að deila með ykkur einni sögu ef einum kisanum mínum.
Hann heitir Jóli og er gulur og hvítur loðbolti. Enginn veit af hverju hann er loðinn, en við búum í sveit og þar getur sko ýmisslegt gerst. Hann fæddist 18desember og kom öllum á óvart, enda vorum við búin að gefa læðunni pilluna allan tímann þar til dagsins sem hann fæddist

Það er talið að þegar læðu er gefin pillan, þegar hún gengur með kettlinga, þá kemur yfirleitt bara einn og hann dáinn í flestum tilvikum!

En um morguninn 18des, þá heyrast þessi óskapar vein í læðunni (en hún býr úti í fjósi) og allir töldu að hún væri að drepast,engum datt í hug að hún væri að eiga kettling. en stuttu seinna heyrist veikt mjálm og við kíkjum, og þar er hann jóli voðalega líflitill og kaldur. Við gefum honum heita mjólk í sprautu og leggjum hann á poka fullan af heitu vatna, og viti menn daginn eftir er hann sprelllifandi, þess má geta að 5klst eftir fæðingu hans kom annar kettl, en hann var dáinn.
Við vourm með hryssu í aðhaldi í bás i fjósinu, og í jötunni hafði kisan gotið og var ekki séns að færa þau, hún fór alltaf aftur þangað. Kisinn dafnaði og lék sér með hundunum, og er þeirra besti vinur…
Það besta sem þessi kisi veit er að láta bolana sleikja á sér feldinn og er hann gjarnann allur útslefaður. OJ
Honum finnst voða gaman að stríða kindunum og veifar skottinu fyrir framan þær og þegar þær þefa af skottinu, þá stekkur hann a þær, en er fljótur að byrja leikinn á ný….
Vona að þið hafið skemmt ykkur að lesningunni :)