Ég hef svoltítið tekið eftir því að undanförnu að fólk er að senda svolítið af greinum um kisurnar sínar, sem að mér finnst bara frábært, þannig að ég ákvað að gera slíkt hið sama. :)
Ég á kött sem heitir Keli. En þar á undan átti ég kött sem hét Vala. Hún var hálfur Síamsköttur og mjálmaði þar afleiðandi ekkert smá mikið! En mér fannst það bara sætt og tók stundum undir með henni ;) En hún dó svo 27.október 2002, þegar hún fannst drukknuð í tjörninni í Húsdýragarðinum eftir að hafa verið týnd í nokkra daga, greyið, og ég sem hélt að það væri ekki svo erfitt að missa gæludýr, en önnur var nú raunin.
En svo tveimur dögum seinna fæddust fimm litlir kettlingar á hæðinni fyrir neðan mig. Þó svo að ég vissi að enginn kæmi í staðinn fyrir hana Völu mína, þá langaði mig óstjórnanlega í annað svona kríli og rétt fyrir jólin 2002 flutti hann upp um eina hæð.
Keli er brún bröndóttur, samt svolítið svart í honum líka og rautt líka, í andlitinu og svona. Hann er alls ekkert feitur, bara svolítill Hlunkur ;)Ég veit nú ekki hvor ég á að vera að segja eitthvað hvað hann étur og þar frameftir eins og ég hef lesið í greinum margra kattaeiganda en ég ætla að segja frá nokkrum af hans “venjum” og sögum.
Fyrstu jólin varð hann nú aðeins að fikta við jólakúlurnar eins og vant er og ætli honum hafi ekki tekist að stúta nokkrum.
Svo gekk ég alltaf með einskonar vinaband úr ullargarni og þegar hann fattaði það gerði hann sér lítið fyrir og byrjaði að sjúga það, og hann saug það eins og pela, ég held ég hafi ekki vitað neitt *krúttlegra*
Svo fer hann alltaf til dyra, ef það er dinglað er hann alltaf fyrstur út í dyr, ætli hann haldi að hann sé hundur? hehe…
Keli er ekki útiköttur, nema kannski smá á sumrin í góða veðrinu og svo kíkir hann aðeins út(ef hann þorir :p) í snjóinn á veturna. En hann kemst út á þokkalega stórar svalir.
Hann hefur líka hitt mömmu sína 3-4 sinnum en þeim kemur nú ekki alltof vel saman, einhverjar fjölskylduerjur :p
Keli á samt 9 systkini en þau eru öll komin á mjög góð heimili.
En ætli ég ljúki þessu ekki með þessum orðum:
Keli er alveg yndislegur köttur, kom í heiminn tveimur dögum eftir að Vala var tekin frá mér en þó svo að það komi enginn í hennar stað er hann bara hársbreidd frá því :)
Takk fyrir mig
-erlam89 =)