Ég átti 2 ketti, ein var læða, sem við kölluðum Fía, en hinn var Fress, sem við kölluðum Glói. Glói var alger ræfill. Ég á nú reyndar heima í sveit, svo það er dálítið að músum þar. Við vorum búin að króa eina músina af útí horni inni hjá mér, og settum Glóa á staðin til að veiða músina. En Glói hljáp bara alvega þvílíkt hræddur í burtu. Þegar Glói var orðin 4 ára, var hann algerlega óþolandi. Hann mjálmaði eins og ég veit ekki hvað og mamma og pabbi voru komin á fremsta hlun með að láta lóga honum. En samt varð ekkert úr því strax. Fía var hins vegar allt öðuru vísi. Hún þorði alltaf að veiða mýs, fugla og hvað eina. Hún kom oft með stærðarinnar mýs, sem hún setti alltaf í skóin hans pabba. Hún barðist jafnvel við aðra ketti sem áttu heima í grendinni. En svo liðu c.a. 2 ár, og allt eins og vanalega, þegar mamma segir mér að við þyrftum að láta lóga Glóa. Ég fór auðvitað að gráta, enda var ég bara 9 ára. Núna eru 2 ár líðin síðan það var og Fía var orðin ferlega gömul. Mamma sagði svo, bara fyrir nokkrum dögum síðan að við þyrftum að láta lóga henni. Núna eru 2 dagar síðan það var látið lóga henni, og mér líður ferlega illa, það er allt svo tómlegt í húsinu þegar engir kettir eru. Sem betur fer ætlar mamma að kaupa 2 nýja kettlinga handa okkur. :D Ég veit að það eru mörg ykkar hérna inná huga, sem hafið misst kettina ykkar, en núna spyr ég, hvernig komust þið yfir það?
kv. Heggi
you shut your mouth when you're talking to me!