Elsku hugarar.
Hann er 13 ára kisuló ( Mikki ) og hefur alltaf getað farið inn og út eins og honum hefur hentað, þannig hefur það verið síðan hann var bara smá kettlingur. Mamma flutti hingað til Rvk snemma í haust þar sem þau pabbi voru að skilja og Mikki auðvitað fylgdi henni.
Fyrstu 2 vikurnar ca, hleyptum við honum ekkert út á meðan hann var að venjast nýju húsnæði svo fórum við að hleypa honum smátt og smátt út og undir það síðasta hefur hann farið út einu sinni á dag en hann kemur alltaf aftur innan við 2-3 tíma.
Núna á þorlák varð þó sagan önnur. Honum er hleypt út f.h. tímarnir líða og ekkert sést til hans, það líður að kvöldi og nú eru allir farnir að verða ansi áhyggjufullir ofan á allt jólastressið og jafnvel hundarnir tveir voru orðnir hálf áhyggjufullir.
Dagurinn á eftir, aðfangadagur fór í að skutlast með síðustu pakkana, kortin o.s.frv. og svo vinna kl 4. Eftir vinnu fer ég svo í jólamat til tengdó að honum loknum fer ég svo til mömmu og brósa ( er ekkert búin að heyra frá þeim ). Á leiðinni yfir til þeirra rekst ég á Mikka og hugsaði með mér “frábært!! hann hefur þá skilað sér eftir að ég fór í gærkvöldi” tók hann í fangið og rölti með hann inn. Það voru allir að taka upp pakkana og dúllast eitthvað í stofunni. Á meðan ég var að fara úr skónum hefur mamma heyrt mjálm í kisu og hún kom hlaupandi fram…“funduð þið Mikka?” og jújú þarna var hann mættur og tárin fóru að streyma af gleði svo það mætti svo sannarlega segja að þetta hafi verið besta gjöfin ekki satt =))