Hún er heilsuhraust, fer út í öllum veðrum og í árlegri skoðun, kattafárssprautu og ormapillu hjá dýralækni fær hún alltaf 100% heilsustimpil.
Hins vegar er hún síælandi, sérstaklega eftir að hafa borðað þurrmat en síður þegar hún borðar kattamat úr dós.
Þetta hefur aukist með tímanum og nú ælir hún oft í viku - útum allt! Mér er alveg sama um að þrífa þetta, en er hræddur um að kisan missi þyngd, styrkur hennar minnki og heilsan bresti.
Einn náungi sem ég þekki átti 2 síamskisur, og þær lentu báðar í þessu að æla öllum mat…þar til þurfti að lóga annari! :(
Dýralæknirinn á Dýraspítalanum í Víðidal ráðlagði mér að kaupa kattamat hjá þeim sem lækningu við kvillanum, en mér fannst hún meira hljóma sem sölumaður frekar en dýralæknir…enda ælir kisan öllum mat, fiski, kattamat í dós, kattakexi….o.sv.fr.
HJÁLP! Hvað get ég gert?
Þetta er eina gæludýrið sem ég hef átt um ævina, og ég lít á þessa skapstyggu læðu sem minn allrabesta vin! :)
“True words are never spoken”