Mig langar að vara fólk við því að kettir, önnur dýr eða jafnvel börn séu að éta blóm sem eru á heimilinu. Ég missti köttinn minn í maí á þessu ári eftir að hafa étið afskorin blóm. Mig langar að birta hér það sem ég skrifaði hjá mér á þessum tíma.
17. maí 2003
Cesar var mjög hrifinn af blómvendi sem ég hafði á gólfinu hjá mér og hann byrjaði að gæða sér á honum á sunnudaginn síðasta. Daginn eftir var hann óvenju rólegur og hafði hægt um sig, á öðrum degi hætti hann að borða og varð enn veiklulegri og ég dreif hann uppá dýraspítala og lét athuga hann. Dýralæknirinn þreifaði magann á honum og fann greinilega að þar var allt stíflað. Ég var send heim með hann og átti að gefa honum olíu til að reyna losa um hægðirnar. Það varð engin breyting á einum sólarhring, hann hvorki borðaði eða skilaði einhverju frá sér. Ég dreif hann aftur á föstudeginum uppí Víðidal og þá var að “lagður inn” og fékk meðhöndlun. Það var tekin röntgenmynd af maganum á honum og hún sýndi miklar uppsafnaðar hægðir. Honum var gefin stólpípa sem að losaði heilmikið um.
Núna eru liðnir 6 dagar síðan að hann át blómin og hann er enn slappur og er ekki enn farinn að borða. Hann drekkur vatn og virðist vera farinn að hressast.
20. maí 2003
Hann Cesar minn dó 19. maí eftir mikla og erfiða baráttu. Á sunnudeginum, 18.5 létum við tvisvar kalla út dýralækni uppá spítala því að greyið Cesar var mjög veikur. Þeir virtust ekki geta gert neitt fyrir hann og sendu okkur aftur heim og vildu bara að við kæmum á mánudeginum og þá myndu þeir skera hann upp! Þetta var of langur biðtími fyrir litlu hetjuna mína og því miður gat hann ekki meir. Það á ennþá eftir að komast að því hvað gerðist en ég mun birta niðurstöðurnar um leið og þær liggja fyrir. Vonandi er hægt að læra eitthvað af þessu!!!
27. maí 2003
Endanlegar niðurstöður liggja fyrir og ég fæ þær sendar á morgun. Það er ljóst að blómin öllu þessari eitrun.
28. maí 2003
Ég hef fengið senda krufningaskýrslu frá Keldum en ég vil ekki birt hana hér því að hún er skelfileg. Lýsingarnar í henni eru alveg ótrúlegar og manni líður enn verr eftir að fá að vita hve mikið kisugreyið kvaldist. En ég vil segja frá því að blómið sem kötturinn át heitir Eldlilja og er bannvæn ef ekkert er aðhafst strax. Margar tegundir í Liljufjölskyldunni eru eitraðar. Það má búast við nýrnabilun eftir ca. 36-72 tíma. Ég hef verið að fara í saumana á þessu máli og fann félag í Englandi sem að varar fólk við Liljum og blómum almennt. Það eru fleiri blóm sem eru baneitruð og mig langar að vita hvort þau geta ekki verið skaðleg börnum???
Áður en þetta kom fyrir hafði ég ekki hugmynd um að blóm gætu verið svona hættuleg. Látið þetta endilega berast og lærum af þessu. Það væri gaman ef að einhver ætti lista yfir öll þessi eitruðu blóm!
kær kveðja skott, www.kisur.tk