Ég á 2 ketti
Annar heitir Herkúles. Hann er gulur og hvítur með brún augu.
Hann elskar að borða , alltaf þegar honum er gefið verður hann bara að klára allann matinn.(Hann getur borðað endalaust) og svo 2 klukkutímum seinna mjálmar hann eins og hann hafi ekki borðað í marga daga. Ég þarf alltaf að passa að hinn kötturinn minn (Bræla) fái eitthvað að borða því að Herkúles rekur hana alltaf í burtu. Gæti verið að hann sé bara að klára matinn svo hún fái ekki neitt? Samt er Bræla 10 ára og Herkúles 4 mánaða. (Þau eru verstu óvinir) Þar sem Herkúles borðar svona mikið þá er hann mjög feitur. Og auk þess sér hann ekki mjög vel því að hann er með ský fyrir öðru auganu. Ég held að hann hafi meitt sig eitthvað í auganu þegar hann átti heima uppi í sveit. Hann var minnstur meðal systkina en nú er hann langstærtur. Hann er líka alltaf með drullu og ef maður heldur á honum þá prumpar hann allveg svakalega (verður að lofta út svo maður kafni ekki) Veit einhver hvað gæti verið að honum???