Sæl öll!!
Ég vildi bara deila þessum með ykkur. Ég á tvær kisur, tvo fressa, bræður úr sama goti. Þeir eru fæddi 1.apríl 1997 og ég tók á móti þeim í gotinu ( sem var frábær upplifun:)
Jæja, en allavega ég var að klappa annari kisunni minni í gær og fann á brjóskassanum hnúð/þykkildi, og að sjálfsögðu var hringt beint í dýralækninn. Og viti menn ég á að mæta með hann í fyrramálið og litli (stóri) kisinn minn er að fara í uppskurð, þar sem það á að taka þetta þykkildi af honum.
Og svona ef ég fer að pæla í því þá er hann búin að vera frekar slapplegur síðan í haust. Hann hefur bara viljað sofa útí eitt og það helst einhverstaðar sem er mjög hlýtt.
En núna er ég með hnút í maganum og kvíði fyrir morgundeginum. En maður verður bara að vona það besta.