Ég á 2 ára læðu sem að eins og margir kettir getur verið frekar mikil frekja. Málið er að hún oft vill ekki að dyr séu lokaðar á heimilinu og klórar í dyrnar og mjáar þanga til einhver opnar þær, svo fer hún inn og lýtur í kringum sig í smá stund og fer aftur út. Þetta á sérstaklega við um mitt herbergi en ég þarf að SOFA MEÐ OPNAR DYR á nóttunni því annars vekur hún mig bara.
Ég hef reynt að vera þrjóskur og lokaði dyrunum hverja einustu nótt í heilan mánuð en þá vakti hún mig samt alveg aðra hverja nóttu. Svo ég gafst upp og byrjaði að sofa aftur með opnar dyr.
Á þetta kannski eftir að lagast þegar hún verður eldri og nennir ekki neinu ? Eða verður þetta alltaf svona ? Er of seint að laga þetta þegar hún er orðin 2 ára ?
Það verður nú ekki gaman ef ég eignast kærasta á næstunni að þurfa að hefja baráttuna aftur til þess að geta lokað herberginu á nóttunni.
Ef að þið hafið lent í svipuðu dæmi eða bara dettur eitthvað sniðugt í hug endilega svarið mér þá :)