Eruð þið dugleg að fara með kettina ykkar reglulega
til dýralæknis?
Ég fór með mína ketti í allar sprautur og geldingu og
eyrnamerkingu þegar þeir voru innan við eins árs.
Svo á víst að fara með þá 1 sinni á ári í sprautu og
ég “gleymdi” því og kisan mín var ekki búinn að fara
í 1 1/2 ár þegar ég fór svo með hann.( Hélt að þetta væri
á 2ja ára fresti).
Málið er að hann fékk þetta svaka kvef greyið og mér bara
stóð ekki á sama og fór með hann til læknis því að það
lak endalaust úr nefinu á honum (“snuff”) og hnerraði af og
til og læknirinn sagði að hann væri með kvef og gaf honum lyf og sagði að hann ætti að vera inni í viku:(
Svo þegar hann var orðinn hress þá fór ég með hann í þessa
árlegu sprautu…
Þannig að verum vakandi og förum með dýrin okkar í reglulegt tékk!

kv.lakkris